Hugur - 01.01.2016, Blaðsíða 131
Rökgreiningarheimspeki sem gagnrýnistól 131
er þá að byggja heildir upp af smærri einingum og að heild hafi ekkert til að bera
umfram það að vera safn þeirra eininga sem hún er sett saman úr. Einnig er að
finna hjá báðum hreyfingunum hugsjónir um lífsstíl og skipulag samfélagsins og
afgerandi andstöðu við þjóðernishyggju.16 Sá einfaldi og praktíski stíll sem var
til staðar í arkitektúr Bauhaus-manna rímaði vel við þá þjóðfélagsskipan sem
pósitívistar sáu fyrir sér. Um báðar hreyfingarnar gilti svo að þær voru illa séðar
af nasistum; Bauhaushreyfingin var raunar leyst upp af þeim um 1933. Stór hluti
Vínarhringsmanna flúði frá Austurríki eftir innlimun nasista, enda voru sumir
þeirra gyðingar og aðrir þekktir fyrir skoðanir sem voru illa þokkaðar hjá nasist-
um. Vínarhringsmenn voru upp til hópa yfirlýstir andstæðingar þjóðernishyggju
og, eins og mun koma betur fram hér síðar, fólu stefnuyfirlýsingar Vínarhringsins
beinlínis í sér hugmyndir um að breyta samfélaginu í þveröfuga átt við það sem
nasistar stefndu að. Af þessum sökum áttu margir Vínarhringsmenn síðar feril í
Bretlandi eða Bandaríkjunum.
Svo skoðað sé betur hvernig einda- og smættarhyggja höfðu pólitíska skírskot-
un í hugmyndafræði rökfræðilegra pósitívista er nauðsynlegt að rýna betur í hið
pólitíska landslag þessa tíma. Eins og bent hefur verið á var uppgangur þjóðern-
ishyggju mikill á þessum tíma og andstaða pósitívista við hana skýr. Sú þjóðern-
ishyggja sem um var að ræða byggði á hugmyndum um það sem kallað var Volk
(þjóð) og Volksgeist (þjóðareðli eða þjóðarandi). Þjóðin skyldi vera í fyrirrúmi og
hún sem heild var annað og meira en safn einstaklinganna sem tilheyrðu henni;
þjóðernishyggjan grundvallaðist sem sagt á heildarhyggju um þjóðina. Höfnun
pósitívista á allri heildarhyggju átti sér því pólitískan hvata, sem varð æ sterk-
ari eftir því sem völd nasista urðu meiri. Af svipuðum ástæðum höfnuðu þeir
öllum frumspekilegum hugmyndum um eðli og veruleika handan reynslunnar,
en heildarhyggja krefst þess að einhver slíkur veruleiki sé til staðar. Hún gerir
ráð fyrir einhvers konar þjóðareðli, einhverju sérstöku handan reynslu, sem geri
þjóðina sem heild að öðru og meira en einstaklingunum sem tilheyra henni.
Snemma á fjórða áratugnum var hugmyndafræði nasista orðin sterk í samtökum
heimspekinga í Þýskalandi, með sérstakri blessun Hitlers, og á heimsþingi heim-
spekinga í Prag haustið 1934 hélt þýski þjóðernissinninn Hans Driesch inngangs-
fyrirlestur um lífhyggju og mikilvægi frumspekinnar. Þýski pósitívistinn Hans
Reichenbach andmælti með þeim orðum að þessar hugmyndir væru mystískar og
Carnap sagði að hugmyndirnar gengju alveg á svig við þau lögmál sem þyrfti til
að þær gætu talist vísindalegar. Næsta dag hélt Schlick fyrirlestur þar sem hann
mælti gegn hugmyndinni um heildir (þ. Ganzheitbegriff). Hann hafnaði þar allri
heildarhyggju og sagði að heild gæti ekki verið neitt umfram það að vera safn
hluta sinna. Þetta var ekki hægt að skilja öðruvísi en sem hreina og klára ögrun
við grundvallarforsendur þjóðernishyggju.17
fræði þjóðernissinna á uppgangstímum nasismans, sem kann að skýra andúð bæði pósitívista
og Bauhaus-manna á heildarhyggju. Nú á dögum kann þessi andúð að þykja ankannaleg, enda
virðast þessi hugmyndafræðilegu tengsl ef til vill úrelt.
16 Galiston 1990: 735–736.
17 Galiston 1990: 743–744.
Hugur 2017-6.indd 131 8/8/2017 5:53:48 PM