Hugur - 01.01.2016, Side 131

Hugur - 01.01.2016, Side 131
 Rökgreiningarheimspeki sem gagnrýnistól 131 er þá að byggja heildir upp af smærri einingum og að heild hafi ekkert til að bera umfram það að vera safn þeirra eininga sem hún er sett saman úr. Einnig er að finna hjá báðum hreyfingunum hugsjónir um lífsstíl og skipulag samfélagsins og afgerandi andstöðu við þjóðernishyggju.16 Sá einfaldi og praktíski stíll sem var til staðar í arkitektúr Bauhaus-manna rímaði vel við þá þjóðfélagsskipan sem pósitívistar sáu fyrir sér. Um báðar hreyfingarnar gilti svo að þær voru illa séðar af nasistum; Bauhaushreyfingin var raunar leyst upp af þeim um 1933. Stór hluti Vínarhringsmanna flúði frá Austurríki eftir innlimun nasista, enda voru sumir þeirra gyðingar og aðrir þekktir fyrir skoðanir sem voru illa þokkaðar hjá nasist- um. Vínarhringsmenn voru upp til hópa yfirlýstir andstæðingar þjóðernishyggju og, eins og mun koma betur fram hér síðar, fólu stefnuyfirlýsingar Vínarhringsins beinlínis í sér hugmyndir um að breyta samfélaginu í þveröfuga átt við það sem nasistar stefndu að. Af þessum sökum áttu margir Vínarhringsmenn síðar feril í Bretlandi eða Bandaríkjunum. Svo skoðað sé betur hvernig einda- og smættarhyggja höfðu pólitíska skírskot- un í hugmyndafræði rökfræðilegra pósitívista er nauðsynlegt að rýna betur í hið pólitíska landslag þessa tíma. Eins og bent hefur verið á var uppgangur þjóðern- ishyggju mikill á þessum tíma og andstaða pósitívista við hana skýr. Sú þjóðern- ishyggja sem um var að ræða byggði á hugmyndum um það sem kallað var Volk (þjóð) og Volksgeist (þjóðareðli eða þjóðarandi). Þjóðin skyldi vera í fyrirrúmi og hún sem heild var annað og meira en safn einstaklinganna sem tilheyrðu henni; þjóðernishyggjan grundvallaðist sem sagt á heildarhyggju um þjóðina. Höfnun pósitívista á allri heildarhyggju átti sér því pólitískan hvata, sem varð æ sterk- ari eftir því sem völd nasista urðu meiri. Af svipuðum ástæðum höfnuðu þeir öllum frumspekilegum hugmyndum um eðli og veruleika handan reynslunnar, en heildarhyggja krefst þess að einhver slíkur veruleiki sé til staðar. Hún gerir ráð fyrir einhvers konar þjóðareðli, einhverju sérstöku handan reynslu, sem geri þjóðina sem heild að öðru og meira en einstaklingunum sem tilheyra henni. Snemma á fjórða áratugnum var hugmyndafræði nasista orðin sterk í samtökum heimspekinga í Þýskalandi, með sérstakri blessun Hitlers, og á heimsþingi heim- spekinga í Prag haustið 1934 hélt þýski þjóðernissinninn Hans Driesch inngangs- fyrirlestur um lífhyggju og mikilvægi frumspekinnar. Þýski pósitívistinn Hans Reichenbach andmælti með þeim orðum að þessar hugmyndir væru mystískar og Carnap sagði að hugmyndirnar gengju alveg á svig við þau lögmál sem þyrfti til að þær gætu talist vísindalegar. Næsta dag hélt Schlick fyrirlestur þar sem hann mælti gegn hugmyndinni um heildir (þ. Ganzheitbegriff). Hann hafnaði þar allri heildarhyggju og sagði að heild gæti ekki verið neitt umfram það að vera safn hluta sinna. Þetta var ekki hægt að skilja öðruvísi en sem hreina og klára ögrun við grundvallarforsendur þjóðernishyggju.17 fræði þjóðernissinna á uppgangstímum nasismans, sem kann að skýra andúð bæði pósitívista og Bauhaus-manna á heildarhyggju. Nú á dögum kann þessi andúð að þykja ankannaleg, enda virðast þessi hugmyndafræðilegu tengsl ef til vill úrelt. 16 Galiston 1990: 735–736. 17 Galiston 1990: 743–744. Hugur 2017-6.indd 131 8/8/2017 5:53:48 PM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.