Hugur - 01.01.2016, Blaðsíða 58

Hugur - 01.01.2016, Blaðsíða 58
58 Vilhjálmur Árnason seminni. Einföld leið til að lýsa meginmuninum er að segja að skynsemi í meðför- um Páls sé inntaksbundin en hjá Habermas sé hún aðgerðabundin. Þetta er megin- atriði í hugmynd Habermas um nútímann: „Nútíminn einkennist annars vegar af því að menn hafa afsalað sér efnislegri skynsemi trúarlegra og frumspekilegra heimsskýringa hefðarinnar og hins vegar af trú á skynsemi málsmeðferðar.“34 Þetta hefur líka í för með sér ólíka sýn á ofbeldi sem andstæðu skynseminnar. Hjá Habermas er ofbeldið ekki afneitun á heildarskipulagi mannlegrar tilveru, einsog Páll orðar það,35 heldur margvísleg viðleitni til þess að grafa undan frjálsri rökræðu eða hindra hana. Habermas leggur þannig megináherslu á aðferðina við að ræða málin og skilyrði þess að umræðan sé málefnaleg og óþvinguð. Þess vegna þróar Habermas undirstöður gagnrýninnar kenningar út frá málnotkunarfræði (þ. Universalpragmatik) sem greinir nauðsynleg skilyrði þess að menn öðlist skiln- ing í boðskiptum.36 Höfuðmarkmið hennar er að kanna þær siðrænu kröfur sem felast í málgjörðum og þá hæfni sem menn þurfa að búa yfir til að mæta þeim á árangursríkan og sanngjarnan hátt.37 Mikilvægur þáttur slíkrar málnotkunar- fræði er útlistun á því hvernig ólíkar röksemdir hæfa ólíkum viðfangsefnum og greining á þeim öflum sem standa málefnalegri rökræðu fyrir þrifum. Að þessu leyti er enginn munur á heimspeki og vísindum; „það telst skynsamlegt að leysa vandamál með góðum árangri með því að finna viðeigandi leiðir til að takast á við veruleikann“.38 Í ljósi þessa mætti orða hlutverk heimspekinnar út frá skynsemiskröfunni, um nauðsyn þess að styðjast við rök í öllum málflutningi og ekki síður um mikilvægi þess að rökin hæfi viðfangsefninu. Þetta er nátengt kröfunni um gagnrýna hugsun sem Páll þreyttist seint á að útlista og boða.39 Í þessu samhengi talar Habermas um þá „þrjósku sem fær heimspekina til að halda í hlutverk sitt sem vörður skyn- seminnar“.40 Það er óneitanlega viss spenna á milli þessa gagnrýnishlutverks og þeirrar klassísku viðleitni að öðlast heildarskilning á tilverunni. En Habermas gefur þá viðleitni samt ekki upp á bátinn og athyglisvert er að bera leið hans í því efni saman við hugmyndir Páls. Habermas segir einungis mögulegt að endur- heimta einingu skynseminnar, eins og hann orðar það, „í hversdagsleikanum og ekki handan hans, í undirstöðum og hyldýpum klassísku skynsemisheimspekinn- ar. […] Þannig gæti heimspekin raungert tengsl sín við heildina með því að ganga í hlutverk túlkanda lífheimsins.“41 Í ljósi þess hvernig Páll orðar verkefni heimspekinnar í síðustu bók sinni, Merk- ing og tilgangur, með vísunum til Aristótelesar og Plótínosar, er óhætt að segja að hann leiti fanga í „í undirstöðum og hyldýpum klassísku skynsemisheimspek- 34 Habermas 2001: 226‒227. 35 Páll Skúlason 1993: 86. 36 Habermas byggir hér á kenningu Karls-Ottos Apel sem sótti m.a. í sjóð málgjörðarheimspeki þeirra J.L. Austin og Johns Searle. Sjá Habermas 1979: 1‒68. 37 Sjá t.d. John B. Thompson 2008: 116‒133. Ég ræði samræðusiðfræði Habermas í Farsælt líf, réttlátt samfélag, 17. kafla. Vilhjálmur Árnason 2008. 38 Habermas 1992: 35. 39 „Er hægt að kenna gagnrýna hugsun?“, Páll Skúlason 1987: 67‒92. 40 Habermas 2001: 244. 41 Sama rit: 243. Hugur 2017-6.indd 58 8/8/2017 5:53:25 PM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.