Hugur - 01.01.2016, Blaðsíða 21
Skylduboðið um að veita athygli 21
snúin fyrir okkur; eða við gætum þurft að sætta okkur við það að hafa bara hluta
sönnunargagnanna. Í þessu samhengi geta skoðanir okkar verið rangar að ósekju.
Við gerumst strax saknæmari vegna brestanna í athygli okkar. Svo kann að vera
að ekki sé við okkur að sakast ef okkur tekst ekki að gefa einum hlut nægilegan
gaum, ef eitthvað annað á réttmætara tilkall til hugrænnar getu okkar, en í slíku
tilfelli hefðum við átt að beina athygli okkar að hinum hlutnum, þegar horft er
á heildarmyndina. Þar sem hægt er að leiða í ljós að engin sök sé til staðar þegar
um sannleiksbrest (e. failure of truth) er að ræða vegna tilvistar mildandi þáttar;
er athyglisbrestur (e. failure of attention) aðeins ámælislaus þegar sýnt er fram á
að ekki sé um brest að ræða í þessu samhengi þegar allt kemur til alls. Brestur á
athygli sem skoðaður hefur verið frá öllum hliðum er þolnari gagnvart mildun. Í
bréfi sem Leibniz skrifaði snemma á ferlinum, íhugar hann ögrandi dæmi:
Pílatus er fordæmdur. Hvers vegna? Vegna þess að hann skortir trú.
Hvers vegna skortir hann hana? Vegna þess að hann skortir viljann til
athygli. Hvers vegna er því svo farið? Vegna þess að hann hefur ekki skil-
ið nauðsyn málsins ... Hvers vegna hefur hann ekki skilið hana? Vegna
þess að tilefni til þess að skilja var ekki fyrir hendi.5
Meðferð Leibniz á þessu dæmi gefur til kynna að skylduboðið um að veita athygli
gerir óvenjulega mikla grundvallarkröfu til okkar. Trúarlegt inntak dæmis hans
er hvorki óhjákvæmilegur hluti þess, né nauðsynlegt fyrir það sem við höfum nú
í hyggju. Til eru fjölmargar hversdagslegar sakir sem einnig eiga uppruna sinn í
athyglisbrestum. Þessa bresti er aðeins hægt að útskýra með samsvarandi skiln-
ingsbrestum. Slíka skilningsbresti hefði verið hægt að forðast ef athyglin hefði
verið í lagi. Ef við erum, eins og Leibniz, að rekja okkur eftir orsakakeðju í leit
að stað þar sem ábyrgðinni verður ekki lengur varpað á næsta mann og engra
frekari útskýringa á saknæmi verður þörf, munum við í mörgum tilfellum komast
í aðstöðu sem athygli fer með ómissandi hlutverk: reiði maðurinn, letinginn og
dóninn eru allir, hver á sinn hátt, hirðulausir, kærulausir, tillitslausir, hvatvísir,
ónærgætnir eða fljótfærir, eins og sést á því hversu oft skaðinn sem þeir valda er
óviljandi. Sá óþolinmóði er fyrstur til að líta undan. Sérhver þessara lasta byggir
að hluta til á vangá þess sem undir hann er settur: hann er ekki stilltur inn á að
skynja staðreyndir heimsins sem hann aðhefst í.
Jafnoft fer athygli í einhvers konar mynd með þýðingarmikið hlutverk í útskýr-
ingum okkar á því að vera dygðum gædd: að elska felur óhjákvæmilega í sér að
einblína á ágæti annarra; góðvild hefst með vitund um þarfir þeirra; meðaumkun
hlustar gaumgæfilega á hvernig ófarir annarra eru til komnar; hugrekki er eig-
inleiki sem athygli þarf að hafa til að grípa til óhindraðra aðgerða.6 „Frelsi […]
felst ekki í kröftugum og óvelkomnum afskiptum sem hafa enga þýðingu, heldur
í agaðri yfirbugun sjálfsins. Auðmýkt er ekki sérkennilegur ávani sjálfseyðingar,
5 Tilvitnun í Hill 2001: 174
6 Ég ræði þetta atriði í lengra máli í Mole 2007.
Hugur 2017-6.indd 21 8/8/2017 5:53:14 PM