Hugur - 01.01.2016, Blaðsíða 155

Hugur - 01.01.2016, Blaðsíða 155
 Frá skoðunum til trúnaðar og aftur til baka 155 Af þessu sést að óháð því hvað gerist mun ég fá nákvæmlega 0 kr. samtals til baka úr þessum þremur veðmálum. Þannig að þegar á heildina er litið er ljóst að óháð því hvað gerist mun ég tapa einni krónu.23 Hér er að sjálfsögðu bara um eitt dæmi að ræða en rökin má setja fram með fullkomlega almennum hætti: Öll frávik frá frumsendu III leiða til sams konar niðurstöðu. Og raunar gildir þetta um hinar frumsendurnar tvær líka. Af þessum sökum virðist óskynsamlegt að leggja trúnað á staðhæfingar með öðrum hætti en þeim sem frumsendur líkindafræðinnar segja til um. Takið eftir því að rökin sem hér hafa verið rakin eiga að sýna fram á að trúnaður skynsamra einstaklinga lúti á hverjum tíma lögmálum líkindafræðinnar. Rétt er að nefna að sams konar rök hafa verið sett fram til að rökstyðja að skynsamir einstaklingar eigi að breyta trúnaði sínum í samræmi við bayesíska skilyrðingu. Hugmyndin á bak við þessi rök eru þau að þeim sem fylgir einhverri annarri reglu við að breyta trúnaði frá einum tíma til annars sé hægt að bjóða veðmál á ólíkum tímum sem öll eru sanngjörn frá hans bæjardyrum séð en sem tryggja að viðkom- andi mun tapa peningum þegar á heildina er litið, sama hvað gerist í millitíðinni. Rétt er að taka fram að þessi rök eiga ekki að sýna að skynsamir einstaklingar þurfi að nota baeysíska skilyrðingu, heldur að bayesísk skilyrðing sé eina reglan sem skynsamir einstaklingar geti notað til að uppfæra trúnað. Með öðrum orðum þá útiloka rökin ekki að skynsamir einstaklingar geti skipt um skoðanir án þess að fylgja nokkurri einustu reglu.24 5. Happdrættis- og formálaþversagnirnar Eins og áður segir gengur bayesísk þekkingarfræði út á að segja til um hvenær skynsamlegt er að hafa tiltekinn trúnað. Hefðbundin þekkingarfræði fjallar hins vegar um hvaða skoðanir sé skynsamlegt eða réttlætanlegt að hafa. Tal um trúnað annars vegar og skoðanir hins vegar virðist samt að mörgu leyti varða svipaða hluti, það er að segja einhvers konar afstöðu til fullyrðinga. Þetta bendir til þess að skoðanir og trúnaður séu alls ekki óskyldir hlutir og að segja megi eitthvað vitrænt um þekkingarfræðilegu tengslin á milli skoðana og trúnaðar. Ein hug- mynd um þessi tengsl sem notið hefur talsverðs fylgis á rætur að rekja til enska nýaldarheimspekingsins Johns Locke: Regla Lockes: Skynsamlegt er að telja tiltekna fullyrðingu sanna (þ.e. hafa þá skoðun að hún sé sönn) þá og því aðeins að skynsamlegt sé að leggja nægilega mikinn trúnað á fullyrðinguna.25 Til dæmis væri væntanlega skynsamlegt að hafa þá skoðun að Kári hafi svindlað í 23 Spurning: Af hverju er engin lína í töflunni sem sýnir möguleikann á rigningu og snjókomu samtímis? Svar: Af því að við gerum ráð fyrir að R og S útiloki hvort annað (sjá síðustu neðan- málsgrein), enda fjallar frumsetning III aðeins um slík tilvik. 24 Sjá einkum van Fraassen 1989. 25 Sjá Foley 1992. Hugur 2017-6.indd 155 8/8/2017 5:53:56 PM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.