Hugur - 01.01.2016, Blaðsíða 25
Skylduboðið um að veita athygli 25
sem veit ekki, gætu fallist á sömu fullyrðinguna, en að manneskjan sem býr yfir
vitneskju hlýtur að hafa komið sér í þannig stöðu að hún sé bæði athugul og
móttækileg gagnvart staðreyndum málsins, á meðan sú sem á sér rétta skoðun
gæti hafa dottið niður á það sem reynist vera satt. Þetta gefur til kynna að þekk-
ingarfræðileg staða geranda einkennist ekki einvörðungu af lista yfir fullyrðingar
sem hann álítur sannar. Lýsa ætti slíkri stöðu einnig með hliðsjón af beitingu
getu hans til athuguls móttækileika. Þegar við gerum grein fyrir því sem á þátt
í að skapa gildi tiltekinnar þekkingarfræðilegrar stöðu, ættum við ekki aðeins að
taka tillit til þess gildis sem er leitt af sannleika hinnar þekktu fullyrðingar, heldur
einnig til gildis sem leitt er af tengslunum við eftirtektarsemi. Þegar hún er skilin
á þann hátt – á þann hátt sem daídalíska samlíkingin gefur til kynna – virðist
sterk þekkingarfræðileg staða líklegur grundvöllur fyrir dygð. Iris Murdoch leit
svo sannarlega þannig á málið:
Við ástundun fræðigreina og við það að njóta listar og náttúru upp-
götvum við verðmæti í getu okkar til þess að gleyma eigin sjálfi, vera
raunsæ og skynja réttilega. Við notum ímyndunaraflið ekki til þess að
flýja heiminn heldur til þess að ganga til liðs við hann […]. Vald siðferð-
isins er vald sannleikans, það er að segja raunveruleikans. Við getum séð
víðfeðmi, merkingaryfirgrip, þessara hugtaka á meðan þolinmóð athygli
umbreytir nákvæmni í réttmæta dómgreind án afláts. Hérna sjáum við
einnig hversu eðlilegt það er þeirri sérstöku gerð skepna sem við erum að
kærleikur skuli vera óaðskiljanlegur frá réttlætinu og skýr sýn frá raun-
veruleikanum […]. Ætti að halda þroskaheftu barni heima eða senda það
á stofnun? Ætti eldri ættingi sem er til vandræða að njóta umönnunar
eða vera beðinn um fara á brott? Ætti að halda óhamingjusömu hjóna-
bandi á floti fyrir börnin? […] Kærleikurinn sem færir hið rétta svar er
æfing í réttlæti, raunhyggju og í því að horfa sannarlega. Erfiðleikarnir
felast í því að halda athyglinni á hinni raunverulegu stöðu og koma í veg
fyrir að hún færist laumulega yfir á sjálfið með hughreystingu sjálfsvor-
kunnar, gremju, hugaróra og örvæntingar.15
Jafnvel þótt andstyggilega manneskjan gæti verið fær um að standa sig vel ef
hún fengi það verkefni að meta hvaða fullyrðingar sem lúta að þjáningu væru
sannar, yrði samúðarfulla manneskjan með athyglina stillta inn á raunveruleika
þjáningarinnar á hátt sem er ólíkur samstillingunni sem gerir þeirri andstyggilegu
kleift að njóta hennar til fullnustu. Hún verður opin og móttækileg á vissan hátt
sem hin andstyggilega – sem er ekki aðeins drifin áfram af heiminum heldur
einnig af sjálfumgleði – er ekki. Þegar innra gildi eftirtektarsemi er tekið til greina
í þekkingarfræðilegri greinargerð okkar, er staða hinnar samúðarfullu talin vera
þekkingarfræðilega æðri.
Þær tvær meginhugmyndir sem rekja má til Menóns eru (1) að eftirtektarsemi
er mikilvæg fyrir sterka þekkingarfræðilega stöðu og á þátt í því að útskýra af
15 Murdoch 1970: 88–89.
Hugur 2017-6.indd 25 8/8/2017 5:53:15 PM