Hugur - 01.01.2016, Qupperneq 25

Hugur - 01.01.2016, Qupperneq 25
 Skylduboðið um að veita athygli 25 sem veit ekki, gætu fallist á sömu fullyrðinguna, en að manneskjan sem býr yfir vitneskju hlýtur að hafa komið sér í þannig stöðu að hún sé bæði athugul og móttækileg gagnvart staðreyndum málsins, á meðan sú sem á sér rétta skoðun gæti hafa dottið niður á það sem reynist vera satt. Þetta gefur til kynna að þekk- ingarfræðileg staða geranda einkennist ekki einvörðungu af lista yfir fullyrðingar sem hann álítur sannar. Lýsa ætti slíkri stöðu einnig með hliðsjón af beitingu getu hans til athuguls móttækileika. Þegar við gerum grein fyrir því sem á þátt í að skapa gildi tiltekinnar þekkingarfræðilegrar stöðu, ættum við ekki aðeins að taka tillit til þess gildis sem er leitt af sannleika hinnar þekktu fullyrðingar, heldur einnig til gildis sem leitt er af tengslunum við eftirtektarsemi. Þegar hún er skilin á þann hátt – á þann hátt sem daídalíska samlíkingin gefur til kynna – virðist sterk þekkingarfræðileg staða líklegur grundvöllur fyrir dygð. Iris Murdoch leit svo sannarlega þannig á málið: Við ástundun fræðigreina og við það að njóta listar og náttúru upp- götvum við verðmæti í getu okkar til þess að gleyma eigin sjálfi, vera raunsæ og skynja réttilega. Við notum ímyndunaraflið ekki til þess að flýja heiminn heldur til þess að ganga til liðs við hann […]. Vald siðferð- isins er vald sannleikans, það er að segja raunveruleikans. Við getum séð víðfeðmi, merkingaryfirgrip, þessara hugtaka á meðan þolinmóð athygli umbreytir nákvæmni í réttmæta dómgreind án afláts. Hérna sjáum við einnig hversu eðlilegt það er þeirri sérstöku gerð skepna sem við erum að kærleikur skuli vera óaðskiljanlegur frá réttlætinu og skýr sýn frá raun- veruleikanum […]. Ætti að halda þroskaheftu barni heima eða senda það á stofnun? Ætti eldri ættingi sem er til vandræða að njóta umönnunar eða vera beðinn um fara á brott? Ætti að halda óhamingjusömu hjóna- bandi á floti fyrir börnin? […] Kærleikurinn sem færir hið rétta svar er æfing í réttlæti, raunhyggju og í því að horfa sannarlega. Erfiðleikarnir felast í því að halda athyglinni á hinni raunverulegu stöðu og koma í veg fyrir að hún færist laumulega yfir á sjálfið með hughreystingu sjálfsvor- kunnar, gremju, hugaróra og örvæntingar.15 Jafnvel þótt andstyggilega manneskjan gæti verið fær um að standa sig vel ef hún fengi það verkefni að meta hvaða fullyrðingar sem lúta að þjáningu væru sannar, yrði samúðarfulla manneskjan með athyglina stillta inn á raunveruleika þjáningarinnar á hátt sem er ólíkur samstillingunni sem gerir þeirri andstyggilegu kleift að njóta hennar til fullnustu. Hún verður opin og móttækileg á vissan hátt sem hin andstyggilega – sem er ekki aðeins drifin áfram af heiminum heldur einnig af sjálfumgleði – er ekki. Þegar innra gildi eftirtektarsemi er tekið til greina í þekkingarfræðilegri greinargerð okkar, er staða hinnar samúðarfullu talin vera þekkingarfræðilega æðri. Þær tvær meginhugmyndir sem rekja má til Menóns eru (1) að eftirtektarsemi er mikilvæg fyrir sterka þekkingarfræðilega stöðu og á þátt í því að útskýra af 15 Murdoch 1970: 88–89. Hugur 2017-6.indd 25 8/8/2017 5:53:15 PM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184
Qupperneq 185
Qupperneq 186
Qupperneq 187
Qupperneq 188
Qupperneq 189

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.