Hugur - 01.01.2016, Blaðsíða 75
Merking og tilgangur heimspekikerfa 75
ingin er einnig sjálfstæð gagnvart hugsuninni innan kerfis Hegels, enda þarf
vitundin að uppgötva andann til þess að koma reglu á samband sitt við hinn
ytri heim.
Ég held þess vegna að besta leiðin til þess að fanga merkingu kerfis Páls sé ekki
sú að afmarka það frá kerfi Hegels. Eins og Theodor Adorno segir á einum stað24
er sú heimspeki ekki í anda Hegels sem reynir að velja það eða hafna því sem
er nothæft í kerfi hans frá sjónarhóli samtímans. Þeir sem reyna það gera sömu
mistök og Hegel gerði ungur, að stilla heimspekinni og tilverunni upp sem and-
stæðum. Ef menn vilja vera trúir Hegel verða þeir því að hugsa kerfi hans innan
frá og reyna að höndla heild þess og þar með merkingu þaðan – og hugsa svo
samtímann frá sjónarhóli eilífðarinnar, eins og Spinoza komst að orði, þ.e. frá
sjónarhóli heimspekinnar. Kerfissmíð hefur ekki endilega þann tilgang að leið-
rétta fyrirrennara okkar, enda hefur engum heimspekingi tekist að sýna fram á að
annar heimspekingur hafi haft rangt fyrir sér í grundvallaratriðum. Hún er öllu
heldur aðferð til þess að taka heimspekikenningar alvarlega, lifa sig inn í þær og
ekki síst gera þær lifandi í samtíma okkar. Þetta er leið bæði Páls og Hegels til
þess að sætta hugsun og veruleika.
Að lokum er rétt að svara hreint út og undanbragðalaust þeim spurningum sem
var velt upp í inngangi greinarinnar. Þar var í fyrsta lagi spurt hver sé munurinn
á kerfum Hegels og Páls og hver væri þar með merking kerfis þess síðarnefnda.
Það er nú ljóst að það er erfitt – ef ekki beinlínis rangt – að draga fram einhver
grundvallaratriði sem þá greindi á um. Leit að slíkum ásteytingarsteinum er ekki
besta leiðin til þess að fanga merkingu kerfis Páls. Í öðru lagi var spurt hver væri
tilgangur þess að smíða slík kerfi í stað þess að gera sér einfaldlega að góðu þau
kerfi sem þegar hafa verið smíðuð. Nú, þegar ljóst er að þessum síðarnefndu kerf-
um er ekki endilega ábótavant, verður þessi spurning enn áleitnari. Til þess að
svara henni er rétt að einblína ekki á innihald kerfanna, á merkingu kennisetninga
til dæmis, heldur á stöðu kerfissmiðsins gagnvart kerfinu. Ef við skoðum hvernig
bæði Hegel og Páll báru sig að við að setja saman kerfi sín og sér í lagi hvernig
þeir studdust við önnur kerfi við iðju sína, kemur í ljós að þeir nálguðust önnur
kerfi ekki sem hlutlægar heildir sem við hugleiðum utan frá. Kerfin í augum
Hegels og Páls eru þess eðlis að ekki er hægt að gera sér grein fyrir áhrifamætti
þeirra öðruvísi en að stíga inn fyrir, með því að samþykkja grundvallarforsendur
kerfanna og hugsa heiminn í ljósi þeirra. Þannig getum við einnig svarað þriðju
meginspurningunni úr innganginum: Hvernig getum við fetað í fótspor Páls? Það
getum við ekki gert með því að taka hugmyndir hans og bera saman við einhvern
sannleika sem við þekkjum annars staðar frá, heldur með því að hugsa með Páli
og gera heiminn skiljanlegri og merkingarbærari með þeim verkfærum sem kerfi
hans býður upp á. Það er von höfundar að þessi grein varði veginn frá hlutlægu
sjónarhorni á kerfi Páls (og Hegels) til huglægs sjónarhorns á það.
24 Theodor W. Adorno 1963/1970: 252.
Hugur 2017-6.indd 75 8/8/2017 5:53:30 PM