Hugur - 01.01.2016, Síða 75

Hugur - 01.01.2016, Síða 75
 Merking og tilgangur heimspekikerfa 75 ingin er einnig sjálfstæð gagnvart hugsuninni innan kerfis Hegels, enda þarf vitundin að uppgötva andann til þess að koma reglu á samband sitt við hinn ytri heim. Ég held þess vegna að besta leiðin til þess að fanga merkingu kerfis Páls sé ekki sú að afmarka það frá kerfi Hegels. Eins og Theodor Adorno segir á einum stað24 er sú heimspeki ekki í anda Hegels sem reynir að velja það eða hafna því sem er nothæft í kerfi hans frá sjónarhóli samtímans. Þeir sem reyna það gera sömu mistök og Hegel gerði ungur, að stilla heimspekinni og tilverunni upp sem and- stæðum. Ef menn vilja vera trúir Hegel verða þeir því að hugsa kerfi hans innan frá og reyna að höndla heild þess og þar með merkingu þaðan – og hugsa svo samtímann frá sjónarhóli eilífðarinnar, eins og Spinoza komst að orði, þ.e. frá sjónarhóli heimspekinnar. Kerfissmíð hefur ekki endilega þann tilgang að leið- rétta fyrirrennara okkar, enda hefur engum heimspekingi tekist að sýna fram á að annar heimspekingur hafi haft rangt fyrir sér í grundvallaratriðum. Hún er öllu heldur aðferð til þess að taka heimspekikenningar alvarlega, lifa sig inn í þær og ekki síst gera þær lifandi í samtíma okkar. Þetta er leið bæði Páls og Hegels til þess að sætta hugsun og veruleika. Að lokum er rétt að svara hreint út og undanbragðalaust þeim spurningum sem var velt upp í inngangi greinarinnar. Þar var í fyrsta lagi spurt hver sé munurinn á kerfum Hegels og Páls og hver væri þar með merking kerfis þess síðarnefnda. Það er nú ljóst að það er erfitt – ef ekki beinlínis rangt – að draga fram einhver grundvallaratriði sem þá greindi á um. Leit að slíkum ásteytingarsteinum er ekki besta leiðin til þess að fanga merkingu kerfis Páls. Í öðru lagi var spurt hver væri tilgangur þess að smíða slík kerfi í stað þess að gera sér einfaldlega að góðu þau kerfi sem þegar hafa verið smíðuð. Nú, þegar ljóst er að þessum síðarnefndu kerf- um er ekki endilega ábótavant, verður þessi spurning enn áleitnari. Til þess að svara henni er rétt að einblína ekki á innihald kerfanna, á merkingu kennisetninga til dæmis, heldur á stöðu kerfissmiðsins gagnvart kerfinu. Ef við skoðum hvernig bæði Hegel og Páll báru sig að við að setja saman kerfi sín og sér í lagi hvernig þeir studdust við önnur kerfi við iðju sína, kemur í ljós að þeir nálguðust önnur kerfi ekki sem hlutlægar heildir sem við hugleiðum utan frá. Kerfin í augum Hegels og Páls eru þess eðlis að ekki er hægt að gera sér grein fyrir áhrifamætti þeirra öðruvísi en að stíga inn fyrir, með því að samþykkja grundvallarforsendur kerfanna og hugsa heiminn í ljósi þeirra. Þannig getum við einnig svarað þriðju meginspurningunni úr innganginum: Hvernig getum við fetað í fótspor Páls? Það getum við ekki gert með því að taka hugmyndir hans og bera saman við einhvern sannleika sem við þekkjum annars staðar frá, heldur með því að hugsa með Páli og gera heiminn skiljanlegri og merkingarbærari með þeim verkfærum sem kerfi hans býður upp á. Það er von höfundar að þessi grein varði veginn frá hlutlægu sjónarhorni á kerfi Páls (og Hegels) til huglægs sjónarhorns á það. 24 Theodor W. Adorno 1963/1970: 252. Hugur 2017-6.indd 75 8/8/2017 5:53:30 PM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.