Hugur - 01.01.2016, Blaðsíða 147

Hugur - 01.01.2016, Blaðsíða 147
 Frá skoðunum til trúnaðar og aftur til baka 147 að síður svo að næstum ekkert hefur verið skrifað um bayesíska þekkingarfræði á íslensku og er ætlunin að bæta úr því hér með.1 Ég mun hefja leikinn í 2. hluta á því að skoða eitt lykilhugtak hefðbundinnar þekkingarfræði – skoðun – og samsvarandi hugtak bayesískrar þekkingarfræði – trúnaður.2 Í 3. hluta ræði ég svo grunnatriði bayesískrar þekkingarfræði, þar á meðal þær kröfur sem frumsendur líkindafræðinnar eru taldar gera til þess trún- aðar sem við leggjum á ólíkar fullyrðingar, auk þess sem ég mun gera grein fyrir tiltekinni reglu um það hvernig skynsamir einstaklingar eigi að bregðast við þegar nýjar upplýsingar koma til sögunnar. Í 4. hluta ræði ég svo áhrifamikil rök fyrir því að fylgja skuli bayesískri þekkingarfræði að málum, hin svonefndu veðmálsrök. Að því loknu reyni ég svo í 5. hluta að tengja bayesíska þekkingarfræði saman við hefðbundna þekkingarfræði með því að skoða hvaða tengsl eru milli trúnaðar og skoðana. Í ljós mun koma að þessi tengsl eru afar vandmeðfarin, og mun ég reyna að bregðast stuttlega við því í 6. hluta. 2. Skoðanir og trúnaður Hefðbundin þekkingarfræði fæst við ýmis álitamál á borð við það hvernig skuli skilgreina þekkingu, hvort hægt sé að afla sér þekkingar á tilteknum hlutum (eins og siðferðilegum sannindum eða hinum ytri heimi), og hvernig það skuli þá best gert. Reyndar eru ekki allir sammála um að þekkingarfræði eigi að leggja sérs- taka áherslu á þekkingu (e. knowledge) og færa í staðinn rök fyrir því að áhuga- verðara sé að skoða fyrirbæri eins og skilning (e. understanding) og rökstuðning (e. justification).3 Þó má segja að meðal þekkingarfræðinga sé víðtæk samstaða um að þekkingarfræði fáist við skoðanir (e. beliefs). Hefðbundin þekkingarfræði fjallar um boðandi eða normatívar spurningar sem tengjast skoðunum, svo sem hvernig fólk á að mynda sér skoðanir, hvaða skoðanir geti talist til réttnefndrar þekkingar, og hvort hægt sé að rökstyðja skoðanir um tiltekna hluti eður ei. Eins undarlega og það kann að hljóma má því segja að það séu skoðanir frekar en þekking sem eru meginviðfangsefni hefðbundinnar þekkingarfræði. Frá sjónarhorni hefðbundinnar þekkingarfræði eru skoðanir tiltölulega einfalt fyrirbæri.4 Með tilliti til tiltekinnar fullyrðingar er annaðhvort hægt að telja5 fullyrðinguna sanna eða ekki. Auk þess er auðvitað hægt að telja fullyrðinguna ósanna, en það er jafngilt því að telja neitun upphaflegu fullyrðingarinnar sanna. Það breytir því ekki að annaðhvort hefur maður tiltekna skoðun eða ekki – það 1 Mér vitanlega er eina undantekningin á þessu grein mín „Tvö viðhorf til vísindalegrar þekkingar – eða eitt?“, Finnur Dellsén 2015. 2 Orðið „trúnaður“ er hér notað í merkingunni að leggja trúnað á eitthvað en ekki í merkingunni að gæta trúnaðar um eitthvað. Þessu orði er ætlað að samsvara enska orðinu „credence“. Ég vil þakka Jóni Ólafssyni fyrir að stinga upp á þessari þýðingu. 3 Sjá til dæmis Kaplan 1985 og Kvanvig 2003. 4 Vissulega er mörgum spurningum um skoðanir ósvarað – svo sem um hvert sé eðli skoðana og hvert sé inntak eða viðfang þeirra. En þessar spurningar eiga heima í hugspeki og málspeki fremur en í þekkingarfræði. 5 Til einföldunar í framhaldinu mun ég nota orðasambandið „að telja P sanna“ yfir það að hafa þá skoðun að P sé sönn. Hugur 2017-6.indd 147 8/8/2017 5:53:52 PM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.