Hugur - 01.01.2016, Blaðsíða 164
164 Jóhannes Dagsson
Tengsl þessara hugtaka, kerfi og sköpun, felast í athöfnum eða aðgerðum. Að-
eins örlítið brot af því sem fellur undir athafnir og aðgerðir verður til skoðunar
í þessari grein. Viðfangsefnið er ekki að útskýra hvað athöfn er, eða hvað aðgerð
er, heldur að leita skýringa á því hvað skapandi athöfn eða skapandi aðgerð er og
hvernig þessi undirflokkur verður best skilinn frá öðrum tegundum aðgerða eða
athafna. Hér er ekki verið að leita að neins konar forskrift eða aðferð, heldur að
skýringu, eða lýsingu sem dugar til þess að gera þennan greinarmun. Hér verður
heldur ekki gerð tilraun til að hrófla við fyrirfram gefnum hugmyndum um þessi
tvö ólíku fyrirbæri, kerfi og sköpun. Í stað þess verða þau notuð til þess að varpa
ljósi á ákveðna eiginleika sem það fyrirbæri, sem er réttilega lýst sem einhverju
sem hefur sköpunargáfu, þarf að hafa til að bera til að verðskulda þá lýsingu.
Gerandinn, það er að segja sá sem skapar eða býr til eitthvað nýtt (hvort sem það
er mennskur einstaklingur, guð eða vél), þarf að hafa ákveðna eiginleika til að bera
til þess að geta með réttu talist skapandi og þessi ólíku hugtök, kerfi og sköpun,
eru ágæt tæki til að leiða í ljós suma þessara eiginleika.
Ég byrja á því að skoða betur hugtökin sköpun og kerfi. Ég set fram ákveðna
greiningu á sköpunargáfu, sköpun og skapandi hugsun eða aðgerð. Ég skoða jafn-
framt ákveðna annmarka á því að skilja á milli dóma um gildi skapandi hugsunar
eða aðgerðar, og dóma um tilvist eða eðli skapandi hugsunar eða aðgerðar. Þessu
næst mun ég fjalla nánar um samband þess sem skapar og þess sem er skapað og
fjalla um ákveðin vandamál sem fylgja því að horfa á kerfi annars vegar og sköpun
hins vegar sem ytri mörk mögulegrar útskýringar. Að þessu loknu mun ég fjalla
um ætlan, hugsun og viðrím (e. direction of fit) og sérstöðu skapandi athafna í því
samhengi.
Niðurstaða mín er sú að ákveðin fyrirbærafræðileg reynsla (og ekki síður
vöntun á henni) sé gott kennileiti til að gera greinarmun á skapandi ferlum og
ferlum sem ekki eru skapandi. Ég set fram ákveðin lágmarksskilyrði sem skap-
andi gerandi þarf að uppfylla. Þessi lágmarksskilyrði eru þannig hugsuð að þau
eigi við án tillits til þess af hvaða tegund gerandinn er og séu byggð á greiningu á
þeirri reynslu sem ég sýni fram á að sé nauðsynlegt skilyrði sköpunar.
II. Sköpun og sköpunargáfa
Hvað eigum við við þegar við tölum um sköpun? Hvað einkennir sköpun og
greinir þær athafnir sem eru skapandi frá öðrum? Margaret A. Boden hefur sett
fram afar nytsamlega greiningu á því hvað felst í sköpunargáfu, og hvað aðgerð
þarf að fela í sér til að geta talist skapandi. Hugmynd Boden er sú að sköpunar-
gáfu megi skipta niður í tvær tegundir, eða stig, þar sem önnur byggist á því að
hin sé til staðar.1
Boden bendir á að þegar við tölum um sköpun, þá megi greina tvær mismun-
andi merkingar í þeirri orðanotkun. Önnur á við um það þegar eitthvað er nýtt,
eða ber við í fyrsta sinn í sálfræðilegum skilningi. Þegar einstaklingur fær hug-
1 Sjá t.d. Boden 2005: 23–25.
Hugur 2017-6.indd 164 8/8/2017 5:53:58 PM