Hugur - 01.01.2016, Side 164

Hugur - 01.01.2016, Side 164
164 Jóhannes Dagsson Tengsl þessara hugtaka, kerfi og sköpun, felast í athöfnum eða aðgerðum. Að- eins örlítið brot af því sem fellur undir athafnir og aðgerðir verður til skoðunar í þessari grein. Viðfangsefnið er ekki að útskýra hvað athöfn er, eða hvað aðgerð er, heldur að leita skýringa á því hvað skapandi athöfn eða skapandi aðgerð er og hvernig þessi undirflokkur verður best skilinn frá öðrum tegundum aðgerða eða athafna. Hér er ekki verið að leita að neins konar forskrift eða aðferð, heldur að skýringu, eða lýsingu sem dugar til þess að gera þennan greinarmun. Hér verður heldur ekki gerð tilraun til að hrófla við fyrirfram gefnum hugmyndum um þessi tvö ólíku fyrirbæri, kerfi og sköpun. Í stað þess verða þau notuð til þess að varpa ljósi á ákveðna eiginleika sem það fyrirbæri, sem er réttilega lýst sem einhverju sem hefur sköpunargáfu, þarf að hafa til að bera til að verðskulda þá lýsingu. Gerandinn, það er að segja sá sem skapar eða býr til eitthvað nýtt (hvort sem það er mennskur einstaklingur, guð eða vél), þarf að hafa ákveðna eiginleika til að bera til þess að geta með réttu talist skapandi og þessi ólíku hugtök, kerfi og sköpun, eru ágæt tæki til að leiða í ljós suma þessara eiginleika. Ég byrja á því að skoða betur hugtökin sköpun og kerfi. Ég set fram ákveðna greiningu á sköpunargáfu, sköpun og skapandi hugsun eða aðgerð. Ég skoða jafn- framt ákveðna annmarka á því að skilja á milli dóma um gildi skapandi hugsunar eða aðgerðar, og dóma um tilvist eða eðli skapandi hugsunar eða aðgerðar. Þessu næst mun ég fjalla nánar um samband þess sem skapar og þess sem er skapað og fjalla um ákveðin vandamál sem fylgja því að horfa á kerfi annars vegar og sköpun hins vegar sem ytri mörk mögulegrar útskýringar. Að þessu loknu mun ég fjalla um ætlan, hugsun og viðrím (e. direction of fit) og sérstöðu skapandi athafna í því samhengi. Niðurstaða mín er sú að ákveðin fyrirbærafræðileg reynsla (og ekki síður vöntun á henni) sé gott kennileiti til að gera greinarmun á skapandi ferlum og ferlum sem ekki eru skapandi. Ég set fram ákveðin lágmarksskilyrði sem skap- andi gerandi þarf að uppfylla. Þessi lágmarksskilyrði eru þannig hugsuð að þau eigi við án tillits til þess af hvaða tegund gerandinn er og séu byggð á greiningu á þeirri reynslu sem ég sýni fram á að sé nauðsynlegt skilyrði sköpunar. II. Sköpun og sköpunargáfa Hvað eigum við við þegar við tölum um sköpun? Hvað einkennir sköpun og greinir þær athafnir sem eru skapandi frá öðrum? Margaret A. Boden hefur sett fram afar nytsamlega greiningu á því hvað felst í sköpunargáfu, og hvað aðgerð þarf að fela í sér til að geta talist skapandi. Hugmynd Boden er sú að sköpunar- gáfu megi skipta niður í tvær tegundir, eða stig, þar sem önnur byggist á því að hin sé til staðar.1 Boden bendir á að þegar við tölum um sköpun, þá megi greina tvær mismun- andi merkingar í þeirri orðanotkun. Önnur á við um það þegar eitthvað er nýtt, eða ber við í fyrsta sinn í sálfræðilegum skilningi. Þegar einstaklingur fær hug- 1 Sjá t.d. Boden 2005: 23–25. Hugur 2017-6.indd 164 8/8/2017 5:53:58 PM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.