Hugur - 01.01.2016, Blaðsíða 133

Hugur - 01.01.2016, Blaðsíða 133
 Rökgreiningarheimspeki sem gagnrýnistól 133 Innskot á borð við þetta voru litin hornauga af sumum meðlimum Vínahringsins, eins og Schlick, en voru þó látin óáreitt. Meðlimir vinstri vængsins voru virkir í pólitískri baráttu og samkvæmt þeirra hugmyndafræði var hin vísindalega heims- mynd og rökleg hugsun hluti af því sem þurfti til að koma á sósíalískri samfélags- skipan.20 Sérstaklega Neurath og Frank áttu svo eftir að halda áfram að vinna samkvæmt þessari hugmyndafræði. Hahn lést árið 1934 þannig að ekki reyndi á framhaldið á hans störfum en Carnap fjallaði lítið um pólitísk efni í skrifum sínum, eða svo var ekki að sjá, heldur hélt hann sig við hugmyndir og kenningar í málspeki, rökfræði og vísindaheimspeki sem fáum datt í hug að tengja við nokk- uð slíkt. Þó er ljóst að hann sagði aldrei skilið við sínar gömlu róttæku stjórn- málaskoðanir og lagði málstaðnum lið eftir megni.21 Í eldri verkum Carnaps, og ekki síst því verki sem litið hefur verið til sem stefnumarkandi fyrir rökfræðilega raunhyggju, Rökfræðileg bygging heimsins (þ. Der logische Aufbau der Welt) frá 1928, má hins vegar greina að hann leit svo á að heimspekileg aðferð og lífsskoðanir væru nátengdar. Þar segir í formálanum: Við finnum fyrir innri skyldleika milli afstöðunnar sem heimspekileg verk okkar byggjast á og þeirrar hugmyndafræðilegu afstöðu sem er að finna hvarvetna í lífinu, svo sem í listahreyfingum, einkum í arkitektúr, og í þeim hreyfingum sem vinna að því að auka merkingu mannlegs lífs gegnum persónulegt líf og samfélag, menntun og ytri félagsskap al- mennt.22 Schlick og Reichenbach héldu því báðir fram á miðjum fjórða áratugnum að félagsskapurinn væri ópólitískur. Reichenbach hafði þó sjálfur verið virkur í starfi sósíalista þegar hann var yngri en þegar þarna var komið sögu virtist honum mik- ið í mun að halda því fram að tímaritið Erkenntnis, sem hann ritstýrði fyrir hönd hreyfingarinnar, væri ekki pólitískt og að hlutleysis væri gætt við val á höfundum. Velta má því fyrir sér hvort þetta hafi verið hagsmunamál og Reichenbach þótt öruggast að rugga ekki bátnum, enda var tilefnið árás höfundar sem var að reyna að koma sér í mjúkinn hjá nasistum og hafði sakað útgefendur Erkenntnis um að vera marxistaklíka.23 Í endurminningum sínum segir Carnap um stjórnmálahugmyndir sínar að hann hafi verið sannfærður sósíalisti að minnsta kosti síðan á dögum Vínarhringsins og aldrei látið af þeirri skoðun sinni. Hann segir einnig: Það var og er enn sannfæring mín að hin miklu vandamál við skipan hagkerfisins og heimsins nú á dögum, á tímum iðnvæðingar, sé ómögu- legt að leysa með „frjálsu samspili afla“, heldur krefjist þau röklegra áætl- ana. Hvað hagkerfið varðar merkir þetta einhvers konar sósíalisma; hvað 20 Uebel 2005: 756–758. 21 Carnap 1963: 82. 22 Carnap 1967/1928: xviii. 23 Howard 2003: 32–34. Hugur 2017-6.indd 133 8/8/2017 5:53:48 PM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.