Hugur - 01.01.2016, Blaðsíða 161
Frá skoðunum til trúnaðar og aftur til baka 161
7. Lokaorð
Hér hafa verið rakin helstu grunnatriði bayesískrar þekkingarfræði, svo sem hug-
myndin um að fást við trúnað í stað skoðana, tengsl líkindafræði og þess trúnaðar
sem fullkomlega skynsamur einstaklingur leggur á ólíkar fullyrðingar, hugmyndin
um bayesíska skilyrðingu, og það hvernig kenningar bayesískrar þekkingarfræði
eru rökstuddar með hjálp svokallaðra veðmálsraka. Ljóst er að bayesísk þekk-
ingarfræði er ólík hefðbundinni þekkingarfræði að mörgu leyti, sérstaklega með
tilliti til þess að bayesísk þekkingarfræði fjallar um trúnað (sem getur tekið óend-
anleg mörg gildi) en hefðbundin þekkingarfræði fjallar um skoðanir (sem aðeins
geta tekið tvö gildi). Til að freista þess að tengja bayesíska þekkingarfræði við
hefðbundna þekkingarfræði skoðuðum við svo áhrifamikla hugmynd sem tengir
þetta tvennt saman – reglu Lockes. Í ljós kom að regla Lockes er vandkvæðum
bundin vegna tveggja þverstæðna sem virðast sýna að reglan gangi gegn hefð-
bundinni afleiðslurökfræði. Í síðasta hlutanum reifaði ég hins vegar hugmynd
sem myndi að miklu eða öllu leyti mæta þessum vanda með því að leggja til að
þekkingarfræðilegt gildi afleiðslurökfræði lúti að samþykki en ekki skoðunum.35
Heimildir
Christensen, David. 1991. Clever Bookies and Coherent Beliefs. The Philosophical
Review 100, 229–247.
Christensen, David. 1996. Dutch-Book Arguments Depragmatized: Epistemic
Consistency for Partial Believers. The Journal of Philosophy 93, 450–479.
Cohen, L. Jonathan. 1992. An Essay on Belief and Acceptance. Oxford: Clarendon Press.
de Finetti, Bruno. 1974-5. Theory of Probability. New York: Wiley.
Erlendur Jónsson. 2008. Hvað eru vísindi? Reykjavík: Háskólaútgáfan.
Finnur Dellsén. 2015. Tvö viðhorf til vísindalegrar þekkingar – eða eitt? Ritið 15, 135–155.
Finnur Dellsén. 2016. Realism and the Absence of Rivals. Synthese, DOI: 10.1007/
s11229-016-1059-3.
Finnur Dellsén. 2017. Deductive Cogency, Understanding, and Acceptance. Synthese,
DOI: 10.1007/s11229-017-1365-4.
Foley, Richard. 1992. The Epistemology of Belief and the Epistemology of Degrees of
Belief. American Philosophical Quarterly 29, 111–124.
Goldman, Alvin I. 2001. Experts: Which Ones Should You Trust? Philosophy and
Phenomenological Research 63, 85–110
Horwich, Paul. 1982. Probability and Evidence. Cambridge: Cambridge University
Press.
Jeffrey, Richard C. 1970. Dracula Meets Wolfman: Acceptance vs. Partial Belief.
Induction, Acceptance, and Rational Belief (bls. 157–185). Ritstj. Marshall Swain.
Boston: D. Reidel.
Joyce, James M. 2005. How Probabilities Reflect Evidence. Philosophical Perspectives
19, 153–178.
35 Ég vil þakka Hlyni Orra Stefánssyni og nafnlausum ritrýni Hugar fyrir mjög gagnlegar
athugasemdir og uppástungur. Vinna við þessa grein var styrkt af Starfslaunasjóði sjálfstætt
starfandi fræðimanna sem hluti af verkefninu Vísindi, samfélag og gagnrýnin hugsun (styrknúmer
15566). Ég vil einnig þakka Reykjavíkurakademíunni og meðlimum þess fyrir ýmiss konar stuðn-
ing við verkefnið.
Hugur 2017-6.indd 161 8/8/2017 5:53:58 PM