Hugur - 01.01.2016, Blaðsíða 117
Raunveruleikinn er ævintýri 117
Raunveruleikinn er ævintýri og listin er aðferð til þess að henda reiður
á honum
„Hvers vegna eigum við að skoða eða búa til list?“ spyr hlutmiðaði verufræðingur-
inn Timothy Morton og svarar eigin spurningu á þennan hátt: „Vegna þess að
með því að skoða eða búa til list erum við að kanna orsakasamhengi.“33 Þannig
setur hann myndlistina og rannsókn hennar fram sem miðlægt afl í samfélagi
og heimi. En hann telur jafnframt að listin eða öllu heldur gildi hennar sem
mikilvægur aflvaki í heiminum sé í ákveðnum ógöngum, sem stafi af langri hefð.
Hann tengir það við hina dapurlegu þróun frumspekinnar og verufræðinnar, og
hvernig hugsunina hefur rekið í burtu frá grunnstoðum heimspekinnar, einsog
hann nefnir það. Heimspekingar sem tilheyra kennilegu raunsæi hafa rakið þessa
þróun aftur til Kants og samhengishyggjunnar, sem einskorðaði heimspekina við
samhengið milli mennsks hugar og hlutanna. Þetta er einnig rakið til þeirrar stað-
hæfingar að við getum ekkert vitað um hlutinn í sjálfum sér, sem hefur orðið til
þess að við forðumst það að hugsa um hlutinn-í-sjálfum-sér. Morton vill fara enn
lengra aftur, til endurreisnarinnar, þegar skilið var á milli rökfræði og mælskulist-
ar. Áður en þessi aðgreining var gerð var rökfræði talin vera óaðskiljanlegur þáttur
mælskulistarinnar. Þetta má orða þannig að fyrir tíma endurreisnarinnar þótti það
skipta jafn miklu máli hvernig rök voru sett fram og rökin sjálf. Aðgreining þarna
á milli endurspeglar einnig aðskilnað vísinda og lista. Tilhneigingin er að telja
vísindin sem hinar hörðu staðreyndir, en að listir séu aðeins yfirborðslegt skraut.
Morton telur að mælskulistin eða framsetningarmátinn hafi verið smættuð niður
í stíl. Listin sé einungis stíll, sem hafi ekkert innihald.34
Hér er vert að rifja upp þá afstöðu Nielsar Bohr, að tungumálið skipti miklu
máli í vísindum. Hann taldi að framsetning eðlisfræðinnar í gegnum tungumálið
væri ekki síður mikilvæg en eðlisfræðin sjálf. Fyrirbærafræði Husserls er einnig
viðnám gegn þeirri hugmynd að miðlun hinna „hörðu staðreynda“ vísinda sé í
einhverjum skilningi hlutlaus. Þannig er samhljómur með Bohr, Husserl og
Morton.
Listin býr yfir aðferðum sem eru gjarnan frjálsari, og þar með í einhverjum
skilningi víðfeðmari, en aðferðir vísindanna, en þær hafa ýmsa möguleika á að láta
hlutina tala með sínum hætti. Enda má líta svo á að þessar nálganir bæti hvor aðra
upp samkvæmt fyllingarlögmáli Bohrs.
List skoðar hluti í rými og afstöðu hluta í rými með þeim hætti sem aðrar
greinar eiga erfitt með að notfæra sér. Til dæmis með því að taka inn heild, hvort
sem það er fíngerð tilfinning, minni, eða samtenging í tíma og rúmi sem brýtur
lögmál rökvísinnar.
Listin hjálpar okkur að hlusta á tal milli hluta, miðla því til okkar og skiln-
ingarvita okkar. Hluturinn-í-sjálfum-sér hefur margar leiðir til þess að tala við
okkur og hann talar í sífellu. Þannig má því segja að hluturinn-í-sjálfum-sér sé
listamaður, sem er sífellt að skapa eitthvað. Ferlið heitir orsakasamband. Mennsk-
33 Morton 2013: 20.
34 Morton 2013: 78.
Hugur 2017-6.indd 117 8/8/2017 5:53:44 PM