Hugur - 01.01.2016, Blaðsíða 173
Sköpun, kerfi og reynsla 173
og mismunandi tegundir reynslu séu mikilvægari hugmyndasvæði þegar kemur
að því að greina það samhengi sem skapandi hugmynd eða athöfn á sér stað í.
Skapandi hugsun eða athöfn hefur þá stöðu í heiminum að innifalin í henni er
breyting. Hún hefur því það viðrím (e. direction of fit) að orka á heiminn.
Eins og ég rakti að ofan, þá er ekki hvaða nýju hugmynd sem er rétt lýst sem
skapandi hugmynd. Það er ekki aðeins það að sumar nýjar hugmyndir séu ein-
vörðungu nýjar, en ekki skapandi (eins og þegar hefur verið gerð grein fyrir),
heldur einnig það að sumar hugmyndir eru nýjar, en jafnframt svo fjarlægar eða á
skjön við það samhengi sem þær eru settar fram í að þær hafa enga merkingu. Við
getum tekið sem dæmi nýjar setningar í tungumáli, ef þær hafa ekki áhugaverða
merkingu, þá skiptir ekki máli að þær séu nýjar, og málfræðilega réttar. Ástæðan
fyrir þessu er sú að skapandi hugsanir og aðgerðir, rétt eins og aðrar hugsanir og
aðgerðir, eiga sér stað í ákveðnu samhengi og samhengið ræður miklu um það
hvort þær eru nothæfar, og um það hvort þær teljast nýjar eða skapandi.
Skapandi hugsun orkar því ekki einvörðungu á heiminn, hún er ekki hvaða
breyting sem er, heldur breyting sem sækir merkingu sína í það samhengi sem
hún sprettur af og henni er ætlað að hafa áhrif á. Skapandi hugsun eða athöfn
orkar þannig ekki einvörðungu á heiminn, heldur er hún líka lýsing á heiminum
eins og hann kemur okkur fyrir sjónir. Skapandi hugsun eða athöfn hefur því líka
það viðrím að vera lýsing eða tilfærsla frá heimi til hugar. Þetta tvíeðli skapandi
hugsunar eða athafnar kemur berlega í ljós þegar við leiðum hugann að þeirri upp-
lifun eða reynslu sem fólgin er í því að hugsa skapandi hugsun, eða framkvæma
skapandi athöfn. Reynsla af því tagi er auðvitað mismunandi og ekki óbrigðull
mælikvarði. Þrátt fyrir það er hægt að sækja í hana vísbendingar um það hvað
skapandi hugsun þarf að hafa til að bera. Fyrir það fyrsta tilheyrir þeirri reynslu
upplifun á samhengi og aðstæðum sem skapandi hugsun eða athöfn er ætlað að
hafa áhrif á. Samofin við þá upplifun er tilfinning fyrir því að vera gerandi, að
vera ekki einvörðungu leiksoppur aðstæðna, heldur gerandi og breytandi í þeim
aðstæðum sem blasa við. Sú upplifun, að hafa eitthvað með útkomu aðstæðna að
gera með því að vera gerandi í þeim, er mikilvæg hér og hún er tvíþætt. Annars
vegar sem upplifun á þeim aðstæðum sem um ræðir, og hins vegar sem upplifun á
því að setja fram hugsun eða athöfn sem breytir þeim aðstæðum, yfirleitt til hins
betra. Hér verður þó ekki lagt mat á hvað felst í betra í þessu samhengi. Við kom-
um þar aftur að þeim gildisdómi sem virðist innbyggður í okkar eigin hugmyndir
um skapandi hugmyndir.
Það samhengi sem skapandi hugsun eða aðgerð fæðist inn í og á að hafa áhrif
á, er hér skilið eftir nánast óskilgreint, enda ekki markmið greinarinnar að setja
fram skilgreiningu á því. En til þess að gefa einhverja hugmynd verður hér fjallað
stuttlega um það. Aðgengi geranda (eða einstaklings) að þessu samhengi er háð
ákveðnum þekkingarfræðilegum skilyrðum, við þurfum að hafa skilning á þeim
þáttum sem samhengi samanstendur af, til þess að þeir séu hluti af því samhengi
þar sem við setjum fram hugsanir okkar eða framkvæmum athafnir. Ég get ekki
verið skapandi með því að semja ljóð á kínversku, þar sem ég hef engan skilning
á því tungumáli. Hvernig best er að gera grein fyrir þessum þekkingarfræðilegu
Hugur 2017-6.indd 173 8/8/2017 5:54:00 PM