Hugur - 01.01.2016, Blaðsíða 60

Hugur - 01.01.2016, Blaðsíða 60
60 Vilhjálmur Árnason sé ekki sett fram í einræðuformi á grundvelli kenningar heldur greinir hann hvað felst í frjálsri beitingu skynseminnar í rökræðu. Viðtekin viðmið verða okkur að gagnrýnu viðfangsefni þegar ágreiningur rís um gildi þeirra og þá reynir á hvort þau standast skoðun eða próf rökræðunnar. Í tengslum við þetta er það meginver- kefni heimspekinnar að skýra skilyrði óþvingaðra og málefnalegra rökræðna um ágreiningsefni, en ekki að kveða upp dóm í nafni æðri gilda sem eru réttlætt með heimspekilegu innsæi eða siðfræðilegri kenningu. 4 Nú er mál til komið að hverfa aftur að skiptingunni milli helstu lífsverkefna mannsins og sviða samfélagsins út frá mismunandi gildum annars vegar og ólíkri notkun skynseminnar hins vegar. Eins og ég rakti í upphafi ræðir Páll þennan greinarmun oft í ljósi þess hvort efnisleg, siðferðileg eða andleg gæði séu ráðandi ‒ eða ættu að vera það ‒ á hverju sviði fyrir sig. Þetta er tengt því að skynsemin er inntaksbundin í meðförum hans; villa markaðshyggjunnar er fólgin í því að „eitt gildi ‒ Markaðurinn […] ‒ er hafið upp sem hið æðsta gildi sem öll önnur gildi eru síðan leidd af eða bundin við“.52 Í kenningu Habermas er sama fyrirbæri, þ.e. yfirfærsla markaðslögmála á önnur svið þar sem þau eru ekki við hæfi, greint í tengslum við kerfisbundna skrumskælingu mannlegra samskipta. Sú tæknilega rökvísi, sem er við hæfi þar sem taka þarf hlutlæg framleiðsluferli skipulegum tökum til að hámarka afköst og skilvirkni, er yfirfærð á svið þar sem árangurinn ræðst af gæðum samskiptanna, svo sem í verkefnum á borð við menntun og upp- eldi. Habermas færir rök fyrir því að þegar kerfi sem lúta tæknilegri rökvísi leggi undir sig æ fleiri svið mannlegra samskipta verði lífsheimur hversdagsins smám saman nýlenda tæknilegrar kerfishugsunar (þ. Kolonisierung der Lebenswelt durch das System). Þetta er tvíbent þróun, sem jafnframt því að stuðla að samhæfingu athafna í heimi þar sem hefðir eru á hröðu undanhaldi, elur á margvíslegum fé- lagslegum meinsemdum og upplausn. Um leið og þjóðfélagskerfin virðast vera tekin æ fastari tökum samkvæmt kröfum tæknilegrar rökvísi, þá upplifa borg- ararnir meira magnleysi. Í þessu samhengi ræðir Habermas einkum um „kerfi valds og fjármuna“ sem eins konar félagsleg stjórntæki er beina athöfnum borgar- anna ‒ eða neytendanna ‒ í tiltekna farvegi sem liggja þó utan áhrifasviðs þeirra. Þannig grefur þessi þróun undan möguleikum okkar til lýðræðislegs sjálfsforræðis sem mótast með bættum samskiptum og veltur á því að ferli og forsendur mál- efnalegrar rökræðu festist í sessi bæði í stofnunum samfélagsins og á opinberum vettvangi.53 Til samanburðar er greining Páls á markaðshyggjunni og gagnrýni á hana upp- lýst af kenningu hans um gildin og svið þeirra. Meginskýring hans á vandanum er brenglað gildismat (af því tagi sem ég nefndi kvíavillu um gildi hér að framan) 52 „Menning og markaðshyggja“, Páll Skúlason 2013: 58. 53 Sbr. Habermas 2005: 239‒252, einkum 248‒249. Hugur 2017-6.indd 60 8/8/2017 5:53:26 PM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.