Hugur - 01.01.2016, Blaðsíða 86

Hugur - 01.01.2016, Blaðsíða 86
86 Luce Irigaray Hvíta hins rauða tekur ekkert. Hún gefur til jafns við það sem hún fær. Ljómandi, án sjálfsnægju. Ljómandi, við. Án einnar, án tveggja. Ég kunni aldrei að telja. Upp í þig. Við værum tvær, í útreikningum þeirra. Tvær, í alvöru? Finnst þér það ekki hlægi- legt? Skrítnar tvær atarna. Samt ekki ein. Alls ekki ein. Látum þá um hið eina.5 Forgangur, yfirráð og sjálfshyggja hins eina: líka sólarinnar. Og þessa undarlegu skiptingu í pör þar sem annað er eftirmynd hins (eina). Aðeins eftirmynd. Að fara á fund hins er þá að laðast að eigin hillingu. Spegill6 sem er (varla) lifandi. Ískaldur/ísköld. Þögul(l). Það er trúrra. Lýjandi vinna tvöföldunar og eftiröpunar sem við eyðum lífsorku okkar í. Helguð endurnýjun. Þess sama sem við höfum öldum saman verið í: hin. En hvernig á að segja það öðruvísi: ég elska þig? Ég elska þig, afskiptaleysan mín? Þannig værum við að beygja okkur undir tungumál þeirra. Til að (út)nefna okkur hafa þeir látið okkur eftir skortinn, gallana. Við áttum að vera – en það er strax fullmikið sagt – afskiptaleysur.7 Afskiptaleysa, vertu stillt. Ef þú hreyfir þig þá raskar þú skipan þeirra. Þú varpar öllu um koll. Þú rýfur hringinn sem venjur þeirra mynda, hringrás viðskipta þeirra, þekkingar þeirra og þrár. Heims þeirra. Afskiptaleysa, þú mátt ekki hreyfa þig eða láta neitt hreyfa við þér nema þeir kalli á þig. Ef þeir segja: „komdu“, þá máttu stíga fram. Með herkjum. Og lagar þig að þörf þeirra fyrir viðveru eða fjarveru eftirmyndar þeirra. Eitt skref, eða tvö. Annað ekki. Engan eldmóð, engan fyrirgang. Annars brýturðu allt. Spegilinn. Jörð þeirra, móður þeirra. Þitt líf? Þú verður að þykjast: þiggja það af þeim. Lítið afskiptalaust ílát, undirorpið þrýstingnum frá þeim. Þannig værum við afskiptaleysur. Finnst þér það ekki hlægilegt? Í það minnsta hér, einmitt núna? Við, afskiptaleysur? (Ef þú ert alltaf að springa úr hlátri, hvar sem er, fáum við aldrei talað hver við aðra. Við verðum þá áfram beittar valdi í orðum þeirra. Eignum okkur aftur, þess í stað, munn okkar og reynum að tala.) Ekki ólíkar, satt er það. Samt … væri það of einfalt. Og þetta „ekki“ mundi að- greina okkur enn sem fyrr til þess eins að mæla okkur. Þannig aðgreindar er ekk- ert við. Svipaðar? Ef til vill. Það er dálítið abstrakt. Ég skil það ekkert of vel: svipaðar. En þú? Með tilliti til hvers? Á hvaða mælikvarða? Hver á að skera úr um það? Ég snerti þig, það er kappnóg til að fullvissa mig um að þú ert líkami minn. Ég elska þig: varir okkar tvær geta ekki skilist að og látið frá sér eitt orð. Eitt stakt orð sem segði þig, eða mig. Eða: jafnar. Sú sem elskar, sú sem er elskuð. Þær segja – opnar eða lokaðar, án þess að önnur útiloki nokkurn tímann hina – að þær 5 „Hið eina“ líkt og „einsleiki“ skírskotar til karllægs viðmiðs sem felur í sér algildi og grefur undan kynjamismun. – Þýð. 6 Irigaray heldur því fram að karl noti konu eins og spegil, en í honum leitar hann sjálfsaðdáunar á eigin ímynd. „Speglun“ hennar mundi leyfa aðra gerð af spegilmynd, lagaða að kvenleikanum (sjá Irigaray, Speculum, de l ’autre femme [Paris: Editions de Minuit, 1974 ], s. 165–182). 7 Hugtakið „afskiptaleysa“ (e. indifferent, fr. indifférente) vísar til þess hvernig kynjamismuninum hefur verið eytt í vestrænni orðræðu í því skyni að styðja hið karllæga viðmið og ýta undir staðl- aðar ímyndir kynjanna. – Þýð. Hugur 2017-6.indd 86 8/8/2017 5:53:33 PM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.