Hugur - 01.01.2016, Blaðsíða 110
110 Sigrún Inga Hrólfsdóttir
isma, póststrúktúralisma, órofahyggju9 og póstmódernisma, svo aðeins fátt eitt
sé nefnt sem telja má til áhrifavalda hlutmiðaðra verufræðinga. En auk hinna
fjölbreyttu heimspekistefna má nefna myndlist, tónlist, tölvur og netvæðingu og
margt fleira úr samtíma okkar. Og síðast en ekki síst skyldi hér telja stærðfræði,
eðlisfræði og önnur náttúruvísindi.
Sú hugsun sem felst í hlutmiðaðri verufræði hefur sterka tengingu við speki
Martins Heidegger, sem var nemandi Edmunds Husserl og fyrirbærafræðingur
í grunninn, en báðir voru þýskir heimspekingar, þó að nálganir Heideggers og
Husserls séu ólíkar. Hjá Heidegger er einnig að finna mikil áhrif frá Aristótelesi.
Hann kynnti frumspekina aftur til sögunnar innan meginlandsheimspekinnar
eftir nokkurt hlé. Eftirfarandi brot er úr frægri grein Heideggers frá árinu 1929,
„Hvað er frumspeki?“ (þ. Was ist Metaphysik?), sem er viðbragð við hinni vægðar-
lausu gagnrýni rökgreiningarheimspekinga þess tíma á frumspeki. En Heidegger
fullyrðir að vísindin séu byggð á frumspekilegum forsendum, sem séu þeim sjálf-
um hulin.10
Frumspekin tilheyrir „náttúru mannsins“. Hún er hvorki grein innan
skólaheimspekinnar né vettvangur tilviljanakenndra hugdetta. Frum-
spekin er grundvallaratburður í tilverunni. Hún er sjálf tilveran. Vegna
þess að sannleikur frumspekinnar býr í þessum botnlausa grunni, er næsti
nágranni hennar hin veglausa villa, sem sætir stöðugt færis. Af þessum
sökum kemst engin vísindaleg ögun í hálfkvisti við alvöru frumspek-
innar. Heimspekina er aldrei hægt að mæla með mælistiku hugmyndar
vísindanna.11
Margvísleg kerfi og greiningar hafa fylgt mannkyninu frá örófi alda. Það er nátt-
úra manneskjunnar að flokka og skilgreina. En þetta hefur engu að síður ávallt va-
fist fyrir fólki, því það dúkka endalaust upp fyrirbæri sem ekki falla í neinn flokk.
Auk þess er það eðli margra fyrirbæra að um leið og þau hafa verið skilgreind, þá
endurskilgreina þau sig umsvifalaust. Þó svo að ætla megi að góður ásetningur
fylgi flestum skilgreiningum og því hvaða hlutverk hver hlutur og athöfn hafi, þá
hefur þessi skilgreiningagleði manneskjunnar haft það í för með sér að hlutum og
hugmyndum er skipað í stigveldi. Eitt er talið merkilegra en annað. Skilgreiningar
manna geta enn fremur virkað sem spennitreyja og fjötrar á raunveruleikann og
byrgt okkur sýn á fjölbreytileika lífsins. Við sjáum ekki hlutina einsog þeir eru,
heldur einsog hvernig við erum. Og um sumt er jafnvel sagt að það sé yfirhöfuð
ekki til.
Í byrjun 20. aldar opnuðu vísindin hina miklu Pandóruöskju, skammtafræðina,
og gátu virkjað hana og notað í útreikningum, en náðu samt ekki beinlínis utan
um hana heimspekilega. Því skammtafræði vekur upp spurningar um grunneðli
veruleikans og þar hefur orsakalögmálið nokkuð aðra merkingu en venjulega
9 Órofahyggja er tilraun til þess að þýða enska orðið organicism.
10 Sigríður Þorgeirsdóttir, „Continental Philosophy eftir Simon Critchley: ritdómur“.
11 Heidegger 2011: 119.
Hugur 2017-6.indd 110 8/8/2017 5:53:41 PM