Hugur - 01.01.2016, Blaðsíða 111
Raunveruleikinn er ævintýri 111
er talið. Nákvæmlega eins atburðir geta haft ólíkar afleiðingar.12 Sumir heim-
spekingar, t.d. þeir sem aðhylltust rökfræðilega raunhyggju, (e. logical positivism),
sögðu þá að frumspeki væri merkingarleysa, jafnvel þó að lögmálin sem að vís-
indamennirnir settu fram kölluðu eftir frumspekilegri nálgun. Á sama tíma
gerðu sumir listamenn listaverk sem voru vísvituð merkingarleysa – abstraksjón,
dadaismi, súrrealismi. Merkingarleysa er þó ef til vill ekki rétta orðið í þessu sam-
hengi, heldur birtist raunveruleikinn okkur með óvæntum hætti í verkum þessara
listamanna. Þetta er áhugaverð hliðstæða.
Verk myndlistarkonunnar Hilmu af Klint, sem nú er talin hafa málað fyrstu
abstrakt myndirnar, eru framsetning á því sem er handan tungumálsins. Hún
vann með sjónrænt tungumál sem getur tekist á við ósýnilega og óyrðanlega
krafta hins innri og ytri heims. Á sama tíma voru myndlistamennirnir Wassily
Kandinsky, Kazimir Malevich og margir fleiri að takast á við svipaðar hugmyndir.
Fagurfræði
Við (manneskjur, en líka dýr og annað efni sem hefur ekki tungumál) skynjum
veruna í heild á fagurfræðilegum forsendum yfirborðsins. Á þessum grundvelli
er fagurfræði hin fyrsta speki eða frumspeki vegna þess að áhrif skynjunarinnar
koma á undan tungumáli og túlkun. Þessi hugmynd er ágætlega skýrð með eft-
irfarandi setningu bandaríska menningarfræðingsins Stevens Shaviro, sem hefur
blandað sér í umræðu hinnar hlutmiðuðu verufræði: „Sjálfsveran er upplýst af
heiminum utan við hana, heimi sem fyllir upp veruna, áður en hugurinn hugs-
ar.“13
Orðið fagurfræði í víðum skilningi, tekur til alls umhverfis okkar, heild alls sem
er, eða afmarkaðra heilda eftir því sem við á. Ekki aðeins heildar þess sem sam-
kvæmt hefðbundnum skilningi er skilgreint sem hlutur, heldur einnig hughrifa.
Gríska orðið aesthetikos þýðir skynjun eða skyntúlkun og þá verður allt það sem
skynjunin nemur, eða veran í heild, að viðfangsefni fagurfræðinnar.
Hlutmiðuð verufræði birtir okkur þá sýn að tengsl myndast ekki bara manna á
milli og á milli manna og hluta, heldur eiga allir hlutir möguleika á tengslum við
aðra hluti á forsendum þeirrar birtingarmyndar sem þeir eru færir um að meðtaka
og því sem aðrir hlutir gefa frá sér. Samkvæmt hlutmiðaðri verufræði eru eigin-
leikar hlutar þó ekki hluturinn, því hluturinn-í-sjálfum-sér heldur áfram að vera
óaðgengilegur. En það má segja að fegurð leiki hér hlutverk því samkvæmt kenn-
ingunni um hlutmiðaða verufræði er það hið frumspekilega eðli hluta að laðast
hver að öðrum (eða ekki), á forsendum yfirborðsins eða tálsýnar, þannig að virkni
heimsins hefur beinlínis með fegurð að gera. Hver eining (hlutur eða vera) varpar
mynd af sjálfri sér inn á hið samhlutlæga svið (e. interobjective space) skynjunar
12 Þorsteinn Vilhjálmsson og Kristján Leósson, „Hvað er skammtafræði?“
13 Shaviro 2014: 42.
Hugur 2017-6.indd 111 8/8/2017 5:53:42 PM