Hugur - 01.01.2016, Síða 111

Hugur - 01.01.2016, Síða 111
 Raunveruleikinn er ævintýri 111 er talið. Nákvæmlega eins atburðir geta haft ólíkar afleiðingar.12 Sumir heim- spekingar, t.d. þeir sem aðhylltust rökfræðilega raunhyggju, (e. logical positivism), sögðu þá að frumspeki væri merkingarleysa, jafnvel þó að lögmálin sem að vís- indamennirnir settu fram kölluðu eftir frumspekilegri nálgun. Á sama tíma gerðu sumir listamenn listaverk sem voru vísvituð merkingarleysa – abstraksjón, dadaismi, súrrealismi. Merkingarleysa er þó ef til vill ekki rétta orðið í þessu sam- hengi, heldur birtist raunveruleikinn okkur með óvæntum hætti í verkum þessara listamanna. Þetta er áhugaverð hliðstæða. Verk myndlistarkonunnar Hilmu af Klint, sem nú er talin hafa málað fyrstu abstrakt myndirnar, eru framsetning á því sem er handan tungumálsins. Hún vann með sjónrænt tungumál sem getur tekist á við ósýnilega og óyrðanlega krafta hins innri og ytri heims. Á sama tíma voru myndlistamennirnir Wassily Kandinsky, Kazimir Malevich og margir fleiri að takast á við svipaðar hugmyndir. Fagurfræði Við (manneskjur, en líka dýr og annað efni sem hefur ekki tungumál) skynjum veruna í heild á fagurfræðilegum forsendum yfirborðsins. Á þessum grundvelli er fagurfræði hin fyrsta speki eða frumspeki vegna þess að áhrif skynjunarinnar koma á undan tungumáli og túlkun. Þessi hugmynd er ágætlega skýrð með eft- irfarandi setningu bandaríska menningarfræðingsins Stevens Shaviro, sem hefur blandað sér í umræðu hinnar hlutmiðuðu verufræði: „Sjálfsveran er upplýst af heiminum utan við hana, heimi sem fyllir upp veruna, áður en hugurinn hugs- ar.“13 Orðið fagurfræði í víðum skilningi, tekur til alls umhverfis okkar, heild alls sem er, eða afmarkaðra heilda eftir því sem við á. Ekki aðeins heildar þess sem sam- kvæmt hefðbundnum skilningi er skilgreint sem hlutur, heldur einnig hughrifa. Gríska orðið aesthetikos þýðir skynjun eða skyntúlkun og þá verður allt það sem skynjunin nemur, eða veran í heild, að viðfangsefni fagurfræðinnar. Hlutmiðuð verufræði birtir okkur þá sýn að tengsl myndast ekki bara manna á milli og á milli manna og hluta, heldur eiga allir hlutir möguleika á tengslum við aðra hluti á forsendum þeirrar birtingarmyndar sem þeir eru færir um að meðtaka og því sem aðrir hlutir gefa frá sér. Samkvæmt hlutmiðaðri verufræði eru eigin- leikar hlutar þó ekki hluturinn, því hluturinn-í-sjálfum-sér heldur áfram að vera óaðgengilegur. En það má segja að fegurð leiki hér hlutverk því samkvæmt kenn- ingunni um hlutmiðaða verufræði er það hið frumspekilega eðli hluta að laðast hver að öðrum (eða ekki), á forsendum yfirborðsins eða tálsýnar, þannig að virkni heimsins hefur beinlínis með fegurð að gera. Hver eining (hlutur eða vera) varpar mynd af sjálfri sér inn á hið samhlutlæga svið (e. interobjective space) skynjunar 12 Þorsteinn Vilhjálmsson og Kristján Leósson, „Hvað er skammtafræði?“ 13 Shaviro 2014: 42. Hugur 2017-6.indd 111 8/8/2017 5:53:42 PM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.