Hugur - 01.01.2016, Blaðsíða 91
Þegar varir okkar tala saman 91
hreyfingar sem verður ekki lýst sem leið frá upphafi til enda. Þessi fljót, án hafs.
Þessar ár, án bakka. Þessi líkami án fastbundinna útmarka. Þessi hreyfanleiki, án
afláts. Þetta líf. Það sem menn munu ef til vill kalla ókyrrð okkar, brjálsemi okkar,
uppgerð okkar eða lygar okkar. Hversu framandi virðist allt þetta ekki hverjum
þeim sem þykist hvíla á traustum grunni.
Talaðu samt. Okkar á milli kemst hið harða ekki að. Við þekkjum útlínur lík-
ama okkar nógu vel til að kunna að meta flæðið. Þéttleiki okkar kemst af án hins
skarpa, án stífninnar. Þrá okkar lýtur ekki að því sem er dauðum líkömum líkast.
En hvernig á að forðast dauðann þegar við erum langt hvor frá annarri? Þar er
háskinn sem við búum við. Hvernig get ég vænst þess að þú komir aftur ef þú get-
ur ekki líka verið nærri þegar þú ert fjarri? Ef eitthvað sem ennþá er áþreifanlegt
kallar ekki fram, hér og nú, snertingu líkama okkar? Hvernig getum við haldið
áfram að lifa sem við sjálfar, opnar fyrir óendanleika aðskilnaðar okkar, lokaðar
um óáþreifanlegt ekkert fjarvistarinnar? Látum ekki, aftur, taka okkur inn(i) í
tungumál(i) þeirra. Bældar inni í sorg. Það þarf vissulega að kenna (okkur) að
tala (hvor) við aðra svo við getum líka faðmast úr fjarlægð. Þegar ég snerti sjálfa
mig minnist ég þín, án efa. En öll þessi orð eru sögð, öll þessi orð segja okkur,
og skilja okkur að. Finnum í snatri upp setningar okkar. Svo ekkert lát verði á
faðmlögum okkar, hvarvetna og alla tíð. Við erum svo næmar að ekkert fær staðið
í vegi fyrir okkur, ekkert getur staðið á móti því að við náum saman, jafnvel bara
örskotsstund, ef við finnum miðlunarleiðir sem búa yfir þéttleika okkar. Við mun-
um komast í gegnum allt, óskynjanlegar, án þess að brjóta nokkuð og bramla, og
finna hvor aðra. Enginn mun taka eftir neinu. Styrkur okkar er veik andspyrna
okkar. Þeir hafa lengi vitað hversu mikilvæg mýkt okkar er fyrir faðmlög þeirra og
ummerki. Hví ekki að njóta hennar okkar á milli? Í stað þess að láta beygja okkur
undir merki þeirra. Festar, stöðugar, óhagganlegar. Aðskildar.
Ekki gráta. Dag einn mun okkur takast að segja okkur sjálfar. Og það sem við
segjum verður enn fallegra en tár okkar. Allar flæðandi.
Nú þegar ber ég þig með mér hvert sem er. Ekki sem barn, byrði, þunga. Sama
hversu elskuð eða kær. Þú ert ekki í mér. Ég inniheld þig ekki eða held aftur
af þér: í kviði mínum, örmum mínum, höfði mér. Né heldur minni mínu, huga
mínum, tungumáli mínu. Þú ert þarna eins og lífið í hörundi mínu. Vissan um að
vera til handan allrar sýndar, allra gerva, allra nafngifta. Fullvissan um að lifa af,
því að þú tvöfaldar líf mitt. Sem þýðir ekki að þú gefir mér þitt líf eða setjir það
neðar mínu. Að þú lifir verður til þess að ég finn mig lifa, svo lengi sem þú ert
hvorki tilsvar mitt né eftirlíking. Hvernig á að segja þetta öðruvísi: við erum ekki
nema tvær saman? Við lifum tvær saman handan hillinga, ímynda. Spegla. Okkar
á milli er önnur ekki hin „sanna“ og hin eftirmynd hennar, önnur frummynd og
hin spegilmynd hennar. Við sem getum verið fullkomin ólíkindatól innan hag-
kerfis þeirra tengjumst hvor annarri án uppgerðar. Svipurinn sem er með okkur
þarf ekki á þykjustulátum að halda: nú þegar erum við þær sömu í líkama okkar.
Snertu mig, þá muntu „sjá“.
Hugur 2017-6.indd 91 8/8/2017 5:53:35 PM