Hugur - 01.01.2016, Blaðsíða 52
52 Vilhjálmur Árnason
Í þessari grein hyggst ég skoða þessar skiptingar Páls sem varða einkum svið
verklegrar heimspeki, siðfræði og stjórnspeki, og mætti í ljósi greiningar Páls ef
til vill kalla verðmætafræði (e. axiology). Ég mun fyrst leitast við að gera grein
fyrir þrískiptingum hans á þessu sviði og sýna hvernig þeim er ætlað að gagnast
okkur í því verkefni að átta okkur á vandamálum samtímans. Ég reyni síðan að
varpa ljósi á þessar hugmyndir Páls með því að bera þær saman við sambærilega
greiningu hjá Jürgen Habermas sem einnig hefur ríka tilhneigingu til kerfisbund-
innar hugsunar.4 Mér virðist sem það sé gagnlegt að sjá hvað er líkt og hvað ólíkt
í nálgunum þeirra og hugmyndum, svo sem ólík sýn þeirra á merkingu og túlkun.
En megináherslan hvílir á því að sýna hvernig greiningar þeirra eru til marks um
gjörólíka sýn bæði á stöðu heimspekinnar og á möguleika siðrænnar skynsemi í
heimi tæknilegra yfirráða.
1
Viðleitni Páls til þess að hneppa hugsun sína í kerfi tekur á sig margar myndir. Mér
sýnist í fljótu bragði mega skipta þeim að hætti Páls í þrennt: verufræðilega skipt-
ingu (hugarheimur, efnisheimur, merkingarheimur), aðferðafræðilega skiptingu
sem varðar ólíkan skilning á veruleikanum (fræðilegur, tæknilegur, siðferðilegur)
og skiptingu er varðar það hvernig menn takast á við veruleikann í lífsbaráttunni
(þrískipting gæða og lífsverkefna á sviði efnahags, stjórnmála og menningar)
og mætti ef til vill tengja við heimspekilega mannfræði. Það eru margvíslegar
tengingar milli þessara þriggja skiptinga, en ég mun hér einbeita mér að hinni
síðastnefndu þar sem grundvallargæði og meginlífsverkefni eru samofin. Raunar
virðist mér að gæðagreiningin, sem Páll ræddi mjög oft og ítarlega, sé undirskipuð
hugmyndum hans um helstu lífsverkefni manna sem hann fjallaði mun minna
um. Þessi lífsverkefni eru: (i) við þurfum að hafa í okkur og á, (ii) við þurfum að
hafa samskipti og deila lífinu saman og (iii) við höfum þörf fyrir að skilja okkur
sjálf, annað fólk og veruleikann sjálfan.
Öll þessi verkefni eiga sér rætur í grundvallarþörfum mannsins. Fyrsta verk-
efnið er sprottið af þeirri staðreynd að við erum líkamlegar verur og til að takast
á við það höfum við mótað efnahagskerfi til að afla efnislegra gæða og markað
til þess að skiptast á þessum gæðum. Annað verkefnið er sprottið af þörfinni
fyrir að deila gæðum ‒ jafnt veraldlegum og andlegum sem siðferðilegum ‒ af
sanngirni og tillitssemi. Hér erum við óhjákvæmilega á vettvangi átaka og bar-
áttan um hluti, völd og áhrif „er af stjórnunarlegum toga“, skrifar Páll.5 Til að
takast á við þann vanda og þau verkefni sem þetta skapar höfum við komið okkur
upp stjórnkerfi, eða ríkinu sem þeirri stjórnskipulegu heild sem kemur skipan á
4 Ég ræddi þetta stundum við Pál og hann vissi vel að þeir Habermas fengust við svipuð vandamál.
Þótt Habermas standi að mínu mati miklu nær þessum viðfangsefnum Páls en t.d. Derrida (svo
tekið sé dæmi af hugsuði sem stóð Páli nokkuð nærri) og sé kerfisbundinn í framsetningu líkt
og Páll, þá höfðaði Habermas ekki til hans af einhverjum ástæðum. Það er t.d. margt skylt með
skynsemishyggju þeirra Páls og Habermas og viðleitni þeirra til að viðhalda og endurmeta hug-
sjón upplýsingarinnar.
5 „Menning og markaðshyggja“, Páll Skúlason 2013: 59.
Hugur 2017-6.indd 52 8/8/2017 5:53:23 PM