Hugur - 01.01.2016, Síða 52

Hugur - 01.01.2016, Síða 52
52 Vilhjálmur Árnason Í þessari grein hyggst ég skoða þessar skiptingar Páls sem varða einkum svið verklegrar heimspeki, siðfræði og stjórnspeki, og mætti í ljósi greiningar Páls ef til vill kalla verðmætafræði (e. axiology). Ég mun fyrst leitast við að gera grein fyrir þrískiptingum hans á þessu sviði og sýna hvernig þeim er ætlað að gagnast okkur í því verkefni að átta okkur á vandamálum samtímans. Ég reyni síðan að varpa ljósi á þessar hugmyndir Páls með því að bera þær saman við sambærilega greiningu hjá Jürgen Habermas sem einnig hefur ríka tilhneigingu til kerfisbund- innar hugsunar.4 Mér virðist sem það sé gagnlegt að sjá hvað er líkt og hvað ólíkt í nálgunum þeirra og hugmyndum, svo sem ólík sýn þeirra á merkingu og túlkun. En megináherslan hvílir á því að sýna hvernig greiningar þeirra eru til marks um gjörólíka sýn bæði á stöðu heimspekinnar og á möguleika siðrænnar skynsemi í heimi tæknilegra yfirráða. 1 Viðleitni Páls til þess að hneppa hugsun sína í kerfi tekur á sig margar myndir. Mér sýnist í fljótu bragði mega skipta þeim að hætti Páls í þrennt: verufræðilega skipt- ingu (hugarheimur, efnisheimur, merkingarheimur), aðferðafræðilega skiptingu sem varðar ólíkan skilning á veruleikanum (fræðilegur, tæknilegur, siðferðilegur) og skiptingu er varðar það hvernig menn takast á við veruleikann í lífsbaráttunni (þrískipting gæða og lífsverkefna á sviði efnahags, stjórnmála og menningar) og mætti ef til vill tengja við heimspekilega mannfræði. Það eru margvíslegar tengingar milli þessara þriggja skiptinga, en ég mun hér einbeita mér að hinni síðastnefndu þar sem grundvallargæði og meginlífsverkefni eru samofin. Raunar virðist mér að gæðagreiningin, sem Páll ræddi mjög oft og ítarlega, sé undirskipuð hugmyndum hans um helstu lífsverkefni manna sem hann fjallaði mun minna um. Þessi lífsverkefni eru: (i) við þurfum að hafa í okkur og á, (ii) við þurfum að hafa samskipti og deila lífinu saman og (iii) við höfum þörf fyrir að skilja okkur sjálf, annað fólk og veruleikann sjálfan. Öll þessi verkefni eiga sér rætur í grundvallarþörfum mannsins. Fyrsta verk- efnið er sprottið af þeirri staðreynd að við erum líkamlegar verur og til að takast á við það höfum við mótað efnahagskerfi til að afla efnislegra gæða og markað til þess að skiptast á þessum gæðum. Annað verkefnið er sprottið af þörfinni fyrir að deila gæðum ‒ jafnt veraldlegum og andlegum sem siðferðilegum ‒ af sanngirni og tillitssemi. Hér erum við óhjákvæmilega á vettvangi átaka og bar- áttan um hluti, völd og áhrif „er af stjórnunarlegum toga“, skrifar Páll.5 Til að takast á við þann vanda og þau verkefni sem þetta skapar höfum við komið okkur upp stjórnkerfi, eða ríkinu sem þeirri stjórnskipulegu heild sem kemur skipan á 4 Ég ræddi þetta stundum við Pál og hann vissi vel að þeir Habermas fengust við svipuð vandamál. Þótt Habermas standi að mínu mati miklu nær þessum viðfangsefnum Páls en t.d. Derrida (svo tekið sé dæmi af hugsuði sem stóð Páli nokkuð nærri) og sé kerfisbundinn í framsetningu líkt og Páll, þá höfðaði Habermas ekki til hans af einhverjum ástæðum. Það er t.d. margt skylt með skynsemishyggju þeirra Páls og Habermas og viðleitni þeirra til að viðhalda og endurmeta hug- sjón upplýsingarinnar. 5 „Menning og markaðshyggja“, Páll Skúlason 2013: 59. Hugur 2017-6.indd 52 8/8/2017 5:53:23 PM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.