Hugur - 01.01.2016, Blaðsíða 109
Raunveruleikinn er ævintýri 109
Allt er hlutur
Innan hlutmiðaðrar verufræði er, einsog nafnið gefur til kynna, lögð áhersla á
hlutinn og veru hans. Raunar skilgreina hlutmiðaðir verufræðingar allt sem hlut,
jafnvel hugurinn er hlutur. Samkvæmt hlutmiðaðri verufræði er ekkert tóm. Allt
er hlutur. Hlutir hafa aftur á móti ekki allir sömu eiginleika. Það má vissulega
gera grein fyrir eiginleikum margra hluta með empírískri gagnasöfnun, en hugur-
inn er ekki með þeim hætti, heldur er hugurinn eða sjálfið yfirskilvitleg staðreynd
(e. transcendental fact).7 Yfirskilvitleg staðreynd að því leyti að vísindin geta ekki
fyllilega gert grein fyrir þessum þætti verunnar, þessum anda sem býr í efninu.
Það má segja að hlutmiðaðir verufræðingar notist við það gamalkunna heim-
spekilega vopn að snúa hlutunum við og skoða hlutinn frá sjónarhorni hlutarins.
Þannig er gerð tilraun til þess að snúa upp á skilgreiningar og til dæmis skoða
hvernig heimurinn virki ef við sleppum því að aðgreina hlutveruleika og sjálfs-
veruleika. Hlutmiðuð verufræði leggur alla tilvist að jöfnu, á þann hátt að ef eitt-
hvað er til á annað borð, þá er það til. Hlutmiðaðir verufræðingar hafna því auk
þess að „vera“ eða að verufræðileg staða hluta sé einungis nálganleg sem samband
við mennska vitund.
Þeir sem aðhyllast hlutmiðaða verufræði telja að við upphaf nútíma, þegar
sjálfsveran og hlutveran voru aðskilin með afgerandi hætti, hafi það haft þau áhrif
að svið heimspekinnar hafi þrengst. Þar vegur þungt sú tvíhyggja milli sálar og
líkama sem birtist í heimspeki Renés Descartes og sú staðhæfing Immanúels
Kant í kjölfarið, að til séu annars vegar heimur fyrirbæranna (e. phenomena) og
hins vegar heimur hlutarins í sjálfum sér (e. noumena). Við manneskjurnar erum
gæddar skilningarvitum sem eru fær um að skynja fyrirbærin, en um hlutinn í
sjálfum sér getum við ekkert vitað. Til þess höfum við ekki forsendur, sagði Kant.
Þessi aðgreining milli sjálfsveru og hlutveru hefur samkvæmt hlutmiðuðum veru-
fræðingum orðið til þess að heimspekingar forðast að fjalla um það sem liggur
utan mennsks hugar. Þetta kalla hlutmiðaðir verufræðingar samhengishyggju (e.
correlationism) og telja að hún liti meira og minna alla vestræna heimspeki sam-
tímans. Enn fremur hafi þessi aðgreining orðið til þess að setja skynjun skör neðar
en rökhugsun, sem hefur stuðlað að stigveldi milli lista og vísinda og enn fremur
raunvísinda og hugvísinda.8
Hlutmiðuð verufræði í meðförum Timothys Morton er viðleitni til að taka
inn heild alls sem er og sýna fram á að það sem stýrir heiminum og knýr lífið
áfram er ekki vélrænt orsakasamhengi, heldur núningur í vídd skynjunarinnar.
En vissulega byggja þeir sem aðhyllast hlutmiðaða verufræði á hugmyndum og
skrifum margra forvera sinna allt frá upphafi heimspekinnar. Kenningin er póst-
módernísk að því leyti að hún velur sér það sem hún vill úr heimspeki-stórmark-
aðinum. Allt frá Aristótelesi, gegnum skólaspekingana, búddísk fræði, íslömsk
fræði, nýaldarheimspeki, fyrirbærafræði, rökgreiningarheimspeki, strúktúral-
7 Morton 2013: 63.
8 Sama rit: 78.
Hugur 2017-6.indd 109 8/8/2017 5:53:41 PM