Hugur - 01.01.2016, Blaðsíða 37

Hugur - 01.01.2016, Blaðsíða 37
 Heildarsýn 37 Undrun og ofgnótt Ég hef nú vakið máls á tengslum undrunarinnar og þeirrar heildarsýnar og afstöðu sem ýmsir heimspekingar hafa gert að umræðuefni og tengt nafni heimspekinnar. Enn hef ég þó vart gert annað en að krafsa í yfirborðið. Ef marka má umfjöllun mína hingað til felur undrun til dæmis í sér veruleikaskilning af öðru tagi en flestir eru vanir nú á dögum; margir hugsuðir álíta að heimspekileg undrun vakni andspænis veruleika sem er á einhvern hátt leyndardómsfullur. En hvað þýðir þetta í raun? Tilheyrir það ekki liðinni tíð að líta á veruleikann sem leyndardóm – tíð áður en upplýsingin og vísindin höfðu gert fólki ljóst að veruleikinn er í aðalat- riðum skiljanlegur? Í ljósi spurninga af þessu tagi ætla ég í þessum undirkafla að ræða nánar um grundvallarskilning okkar á því hvers eðlis veruleikinn er og hvaða ljósi undrunin varpar á það efni. Ein meginástæðan fyrir því að mikilvægt er að staldra við þetta atriði er að mér virðist býsna margt varðandi siðferðilega sýn okkar og skilning hanga á þeirri spýtu hvort við lítum á veruleikann sem leyndardóm eður ei. Siðferðileg hugsun okkar mótast með öðrum orðum ekki einungis af hugtökum á borð við rétt og rangt, gott og illt, dygð og löstur, heldur ekki síður af skilningi okkar á því hvers eðlis veruleikinn er og hver við erum sem erum hluti af honum. Til að glöggva okkur á tengslum undrunarinnar við skilning á veruleikanum sem leyndardómi er gagnlegt að víkja sem snöggvast aftur að hinum frægu orð- um Sókratesar um tengsl heimspeki og undrunar í Þeaítetosi, 155 D. Þar segir Sókrates orðrétt: „Undrun er ástríða [pathos] heimspekingsins. Heimspeki hefur ekkert annað upphaf, og hann [Hesiod] var góður sifjafræðingur sem gerði Írisi [regnbogann, sendiboða guðanna] að dóttur Þáma [undrunarinnar].“35 Hvernig ber að skilja það að Sókrates skuli tengja undrunina við guðlega opinberun? Ég læt nægja að vekja athygli á einu atriði í þessu sambandi. Að setja undrunina í samhengi við guðdóminn er að tengja hana við eitthvað sem er að minnsta kosti að einhverju leyti ofvaxið útskýringum okkar og skilningi, það er við einhvern leyndardóm. Hvað þýðir það að undrun opinberi eitthvað sem er ofvaxið skilningi okkar? Hér er gagnlegt að gera greinarmun á að minnsta kosti ferns konar merk- ingu þess að eitthvað sé leyndardómur, það er veruleiki sem er ofvaxinn skilningi okkar.36 Í fyrsta lagi vísar leyndardómur stundum ekki til annars en spurningar eða ráðgátu sem á eftir að finna svar við með eftirgrennslan og rannsókn. Þegar spurningunni hefur verið svarað eða ráðgátan leyst, er leyndardómurinn úr sögunni. Það er leyndardómur af þessu tagi sem heldur lesendum glæpasagna meðal annars við efnið. Heimspekileg undrun vaknar á hinn bóginn sjaldnast andspænis þessari tegund (rannsóknar)leyndardóms. Leyndardóminn sem hún beinist að er ekki svo gerlegt að ráða né heldur að eyða honum. Sá leyndardómur sem tengist heimspekilegri undrun er eitthvað sem við komumst í kynni við, og getum leitast við að þekkja betur, en er okkur engu að síður um megn að skilja til 35 Sjá Platon 1999. Ég hef breytt þýðingunni. 36 Sjá nánar til dæmis Boyer and Hall 2012. Hugur 2017-6.indd 37 8/8/2017 5:53:19 PM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.