Hugur - 01.01.2016, Blaðsíða 102
102 Sigríður Þorgeirsdóttir
sem hún telur bara vera skrum sem æri menn.46 Hennar lækning tilfinninga er
mildari og ljúfari vegna þess að tónlistin á að höfða til ólíkra tilfinninga og til
mismunandi stemmninga.47 Engu að síður er tónlistin aðeins undirbúningur, því
Heimspeki viðurkennir að um leið og tónlistin hættir að hljóma í eyrum, íþyngir
enn á ný treginn sem situr svo djúpt í huga hans.48 Þess vegna þarf að mennta
tilfinningarnar. Eftir að Heimspeki hefur opnað á tilfinningar með tónlistinni, og
eftir að hún hefur hjálpað honum að fara dýpra inn í kenndir eigin líkama, hefjast
því rökræður þeirra.
Að leita inn á við, til að nema betur kenndir sem búa að baki hugsunum, sam-
ræmist þeirri merkingu sophia að vera hagnýt þekking líkamlegrar og skynrænnar
veru. Í tilfelli Bóethíusar birtist þetta ekki aðeins í því að hann hlustar gaumgæfi-
lega á Heimspeki í samræðu þeirra heldur einnig því að hann hlustar vel á sjálfan
sig með því að stilla sig inn á eigin kenndir og tilfinningar. Það leyfir honum að
slaka á tilfinningaspennunni og örmagna sál hans öðlast hugarhægð við að gang-
ast við undirliggjandi tilfinningum. Það þarf að vinna úr erfiðum tilfinningum
til þess að komast hjá þeim truflandi áhrifum sem þær annars hafa. Því segir
Heimspeki:
En þar sem fóru um þig margir og stríðir straumar tilfinninga og sárs-
aukinn, reiðin og sorgin drógu þig sundur og saman, er eins og nú er
ástatt ekki tímabært að beita öflugum meðulum. Því nota ég í smástund
mildara lyf, svo meinsemdin sem hefur harðnað af tilfinningarótinu,
mýkist við milda snertinguna og taki við græðandi krafti skarpara með-
als.49
Það má ekki einskorða samræðu Bóethíusar og Heimspeki við meðferðargildi
hennar. Það er ekki eini tilgangur samræðunnar að sætta Bóethíus við yfirvofandi
dauðadóm og aftöku. Huggun heimspekinnar snýst um heimspekilegar spurningar
sem kalla á heimspekilegar vangaveltur, díalektíska hugsun, röksemdafærslur og
íhugun um djúp gildi og forsendur merkinga og viðhorfa. Heimspeki aðstoðar
Bóethíus við að vinna sig út úr þunglyndi með því að dýpka skilning hans á hug-
tökum sem vefjast fyrir honum. Theoria og praxis eru samofnar í þessari samræðu
þeirra. Djúpar hugleiðingar gera honum kleift að tengjast og virkja visku sem
hann innst inni býr yfir. Það tekur á að tengja við neistann sem lifir „hulinn djúpt
í hjarta“.50 Þessi tenging við líkamann merkir ekki að vera bundinn „við jarðneskt
holdið“ á þann hátt að það trufli tæra heimspekilega hugsun.51 Þetta er miklu
heldur þögul íhugun og skýring á hugtökum sem brjótast um í Bóethíusi.52
Heimspeki líkir skýringu hugtaka við það að undirbúa jarðveg undir ræktun, því
46 Sama rit: 36.
47 Sama rit: 54.
48 Sama rit: 59.
49 Sama rit: 49.
50 Sama rit: 109.
51 Sama rit: 149.
52 Sama rit: 78.
Hugur 2017-6.indd 102 8/8/2017 5:53:39 PM