Hugur - 01.01.2016, Blaðsíða 181
Siðfræði í atvinnulífi og samfélagsábyrgð 181
stjórnkerfið; bæta þurfi viðskiptasiðferði,
stjórnsiði og vinnulag, efla fagmennsku
og siðferðisvitund. Styrkja þurfi skilyrði
siðferðilegrar rökræðu meðal borgar-
anna um sameiginleg hagsmunamál sín.
Leggja þurfi áherslu á réttnefnda samfé-
lagsábyrgð og hamla gegn sérhagsmuna-
öflum og þröngri einstaklingshyggju.
Siðvæðing íslensks samfélags ætti eink-
um að beinast að því að styrkja þessa
þætti og það sé langtímaverkefni sem
krefst framlags frá fólki á öllum sviðum
samfélagsins.4
Síðla árs 2016 kom út þýðing bókar
sem miðar að því að fræða nemendur
sem koma til með að fara út í atvinnulífið
og munu þar af leiðandi þurfa að takast
á við ýmiss konar siðferðilegar áskoranir.
Það má því segja að þýðingin svari kall-
inu um aðra stjórnunarhætti eftir hrun
og sé viðleitni til að bæta það ástand sem
lýst er í rannsóknarskýrslunni. Bókin er
frá 2012 og heitir á frummálinu Etikk
og samfunnsansvar. Höfundur hennar,
Øyvind Kvalnes, er dósent við Handels-
høyskolen BI í Noregi en hann hefur
gefið út margar bækur og ritgerðir um
hagnýta siðfræði og siðfræði í atvinnu-
lífinu.
Bókin skiptist í fjóra hluta og tuttugu
og tvo stutta kafla. Það er kostur hve
stuttir kaflarnir eru og nær höfundur
að tengja þá saman með skýrum hætti.
Hann endar hvern kafla á að vísa í þann
næsta og þannig skapast gott flæði við
lesturinn. Hver kafli er brotinn upp með
töflum, útdráttum með aðalatriðum
og inndregnum punktum. Á bakhlið
kápunnar er bókin sögð fjalla á aðgengi-
legan hátt um siðfræði í atvinnulífinu og
er það réttmæt lýsing. Hún er tiltölulega
fljótlesin og siðfræðihugtök útskýrð með
greinargóðum hætti. Bókin gæti því
reynst vel við kennslu enda notendavæn
og textinn skýr.
Önnur hagnýt ástæða þess að bók-
in væri góð í kennslu er að í henni eru
fjölmörg raunhæf dæmi sem tekin eru
úr viðskiptalífinu og hversdagsleikanum.
Dæmin gera siðfræðina aðgengilegri
og færa hana niður úr fílabeinsturnin-
um yfir í hversdagslífið. Án raundæma
á siðfræðin það til að verða fjarlæg og
ópersónuleg. Kvalnes nær því að tengja
vel almenn hugtök í siðfræði og kenn-
ingar við athafnir og hegðun í atvinnu-
lífinu. Með því að nota almennar kenn-
ingar og kynna þær lítillega er auðveldara
að beita siðfræðinni á það sérhæfða svið
sem atvinnulífið er.
Eins og fyrr segir flæðir bókin vel
en á stöku stað eru innsláttarvillur sem
auðveldlega hefði mátt komast hjá með
betri prófarkalestri. Þetta truflar þó ekki
lesturinn vegna þess að textinn stendur
fyrir sínu. Aukinheldur hefði mátt vanda
betur til verka hvað varðar útlit bókar-
innar. Að mínu mati gefur kápan engan
veginn til kynna um hvað bókin er. Tit-
illinn er skýr og góður en kápan segir
mér að hér sé um að ræða einhvers konar
sjálfshjálparbók með léttu yfirbragði.
Fyrsti hluti bókarinnar er tileinkaður
verkfærum siðfræðinnar. Þar er fjallað
um notkun hugtaka og meginreglna sið-
fræðinnar til að greina krefjandi aðstæð-
ur. Í þessum fyrstu köflum er sem sagt
farið yfir muninn á siðferði og siðfræði
og bent á að tilfinningar og heilbrigð
skynsemi geti leiðbeint fólki í ýmsum að-
stæðum. „Siðfræðin verður gagnleg þegar
við komumst í sjálfheldu og erum óviss
um hvað beri að gera, eða þegar einhver
reynist ósammála okkur og ætlast til að
við færum rök fyrir afstöðu okkar“ (10).
Kvalnes segir að siðferði sé persónulegt
og almenn viðhorf til þess sem er rétt
eða rangt í samskiptum fólks, það sé ekki
fræðigrein og lærist af umgengni við aðr-
ar manneskjur. Hann segir að siðfræði sé
aftur á móti kerfisbundin hugsun um
hvað geti talist rétt eða rangt í samskipt-
um fólks, hún sé fræðigrein og lærist af
því að kynna sér meginreglur og hugtök
Hugur 2017-6.indd 181 8/8/2017 5:54:03 PM