Hugur - 01.01.2016, Blaðsíða 34
34 Jón Ásgeir Kalmansson
köld, og jafnvel útsmogin og lítilsvirðandi, er hinn siðferðilegi og fagurfræðilegi
þáttur hennar oftast tengdur umhyggju, og jafnvel vináttu og ást, af einhverju
tagi.21
Að sjá er að undrast, að undrast er að sjá
Það skiptir alla jafna ekki miklu hvort maður er ófær um sjá einhverja tiltekna
dýrategund í teikningu eður ei. Að vera ófær um að sjá mann sem mann – sem sál
í skilningi Wittgensteins – getur augljóslega haft afdrifaríkari þýðingu. Í heim-
speki Wittgensteins er það á hinn bóginn ekki eingöngu sýn okkar á annað fólk
sem skiptir miklu heldur einnig og ekki síður sýn okkar á heiminn. Þetta birtist til
dæmis glöggt í eftirfarandi athugasemd úr minnisbók hans:
Listaverkið er hluturinn séður sub specie aeternitatis; og góða lífið er
heimurinn séður sub specie aeternitatis. Þetta eru tengslin milli listar og
siðfræði. Venjulega eru hlutirnir séðir mitt á meðal þeirra ef svo má segja,
að sjá þá sub specie aeternitatis er að sjá þá utan frá.22
Hér tengir Wittgenstein gott líf ekki við ánægju eða uppfylltar óskir heldur við
(ytri) sýn á hlutina; að sjá heiminn sub specie aeternitatis – frá sjónarhóli eilífðar-
innar. Það sem gerir gæfumuninn og ræður úrslitum um hvernig okkur farnast
er sjónarhorn okkar. Heimurinn er í aðalatriðum samur við sig en verður samt
allur annar eftir því hvort hann er séður utan frá eða mitt á meðal hlutanna.23
Það skiptir máli hvort við skiljum hlutina eins og þeir koma okkur (ógreinilega)
fyrir sjónir mitt í „þoku“ lífsins eða hvort skilningur okkar byggist á viðleitni til
að öðlast víðari og skýrari sýn.24
En hvað þýðir það að sjá heiminn frá sjónarhóli eilífðarinnar? Wittgenstein á
ekki við það sem Spinoza á við með þessu hugtaki, það er tímalausan sjónarhól
skynseminnar sem gerir okkur kleift að sjá hvernig allt er nauðsynlega eins og það
er sem hluti af guðdóminum.25 Né hefur hann í huga hinn hlutlausa, ósnortna
sjónarhól sem Thomas Nagel lýsir í „The Absurd“, þegar við horfum á líf okkar
utan frá, líkt og við værum að horfa á „maur klöngrast upp sandhrúgu“, og sjáum
hve háð hendingum og geðþótta störf okkar og markmið eru.26 Í siðfræðifyrir-
lestri sínum tengir Wittgenstein þennan sjónarhól þess í stað við undrun. Um-
fjöllunarefni hans í fyrirlestrinum er eðli siðferðilegra dóma um skilyrðislaus gildi
21 Samanber enska orðið „attention“ sem útleggst „to give heed“, það er að veita einhverju óskipta
athygli, en getur einnig þýtt að annast um eitthvað og bera virðingu fyrir einhverju.
22 Wittgenstein 1969. Sub specie aeternitatis útleggst „frá sjónarhóli eilífðarinnar“.
23 Samanber orð Wittgensteins um hamingjuna: „Heimur hins hamingjusama er allur annar en hins
óhamingjusama.“ Sjá Wittgenstein 1971.
24 Northrop Frye bendir á það í The Great Code að hebreska orðið hebel sem þýtt er í Prédikaranum
sem „hégómi“ þýði upphaflega „mistur“ eða „þoka“. Þetta gefi meðal annars til kynna þá sýn að
lífið sé eitthvað sem komast þurfi í gegnum líkt og þoku og viska sé það sem hjálpar manni að
rata út úr mistrinu. Sjá Frye 1983: 123.
25 Spinoza 1992: Kafli II, setning XLIV.
26 Nagel 1979.
Hugur 2017-6.indd 34 8/8/2017 5:53:18 PM