Hugur - 01.01.2016, Síða 34

Hugur - 01.01.2016, Síða 34
34 Jón Ásgeir Kalmansson köld, og jafnvel útsmogin og lítilsvirðandi, er hinn siðferðilegi og fagurfræðilegi þáttur hennar oftast tengdur umhyggju, og jafnvel vináttu og ást, af einhverju tagi.21 Að sjá er að undrast, að undrast er að sjá Það skiptir alla jafna ekki miklu hvort maður er ófær um sjá einhverja tiltekna dýrategund í teikningu eður ei. Að vera ófær um að sjá mann sem mann – sem sál í skilningi Wittgensteins – getur augljóslega haft afdrifaríkari þýðingu. Í heim- speki Wittgensteins er það á hinn bóginn ekki eingöngu sýn okkar á annað fólk sem skiptir miklu heldur einnig og ekki síður sýn okkar á heiminn. Þetta birtist til dæmis glöggt í eftirfarandi athugasemd úr minnisbók hans: Listaverkið er hluturinn séður sub specie aeternitatis; og góða lífið er heimurinn séður sub specie aeternitatis. Þetta eru tengslin milli listar og siðfræði. Venjulega eru hlutirnir séðir mitt á meðal þeirra ef svo má segja, að sjá þá sub specie aeternitatis er að sjá þá utan frá.22 Hér tengir Wittgenstein gott líf ekki við ánægju eða uppfylltar óskir heldur við (ytri) sýn á hlutina; að sjá heiminn sub specie aeternitatis – frá sjónarhóli eilífðar- innar. Það sem gerir gæfumuninn og ræður úrslitum um hvernig okkur farnast er sjónarhorn okkar. Heimurinn er í aðalatriðum samur við sig en verður samt allur annar eftir því hvort hann er séður utan frá eða mitt á meðal hlutanna.23 Það skiptir máli hvort við skiljum hlutina eins og þeir koma okkur (ógreinilega) fyrir sjónir mitt í „þoku“ lífsins eða hvort skilningur okkar byggist á viðleitni til að öðlast víðari og skýrari sýn.24 En hvað þýðir það að sjá heiminn frá sjónarhóli eilífðarinnar? Wittgenstein á ekki við það sem Spinoza á við með þessu hugtaki, það er tímalausan sjónarhól skynseminnar sem gerir okkur kleift að sjá hvernig allt er nauðsynlega eins og það er sem hluti af guðdóminum.25 Né hefur hann í huga hinn hlutlausa, ósnortna sjónarhól sem Thomas Nagel lýsir í „The Absurd“, þegar við horfum á líf okkar utan frá, líkt og við værum að horfa á „maur klöngrast upp sandhrúgu“, og sjáum hve háð hendingum og geðþótta störf okkar og markmið eru.26 Í siðfræðifyrir- lestri sínum tengir Wittgenstein þennan sjónarhól þess í stað við undrun. Um- fjöllunarefni hans í fyrirlestrinum er eðli siðferðilegra dóma um skilyrðislaus gildi 21 Samanber enska orðið „attention“ sem útleggst „to give heed“, það er að veita einhverju óskipta athygli, en getur einnig þýtt að annast um eitthvað og bera virðingu fyrir einhverju. 22 Wittgenstein 1969. Sub specie aeternitatis útleggst „frá sjónarhóli eilífðarinnar“. 23 Samanber orð Wittgensteins um hamingjuna: „Heimur hins hamingjusama er allur annar en hins óhamingjusama.“ Sjá Wittgenstein 1971. 24 Northrop Frye bendir á það í The Great Code að hebreska orðið hebel sem þýtt er í Prédikaranum sem „hégómi“ þýði upphaflega „mistur“ eða „þoka“. Þetta gefi meðal annars til kynna þá sýn að lífið sé eitthvað sem komast þurfi í gegnum líkt og þoku og viska sé það sem hjálpar manni að rata út úr mistrinu. Sjá Frye 1983: 123. 25 Spinoza 1992: Kafli II, setning XLIV. 26 Nagel 1979. Hugur 2017-6.indd 34 8/8/2017 5:53:18 PM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.