Hugur - 01.01.2016, Blaðsíða 44
44 Jón Ásgeir Kalmansson
upptöku almennra, réttlætanlegra hegðunarreglna. Til er annað fólk sem
hefur þá grunnsannfæringu að við lifum í heimi hvers leyndardómur er
hafinn yfir okkur og að siðferði sé könnun þessa leyndardóms að svo
miklu leyti sem hann varðar hvert og eitt okkar.57
Murdoch vekur hér máls á tveimur ólíkum hugmyndum um hvað siðferðileg
hugsun felur í sér og þá um leið hvaða skilning við höfum á siðfræði. Við get-
um í mjög stuttu máli sagt að hér sé annars vegar um að ræða þá hugmynd að
siðferðileg hugsun gangi út á að yfirvega almenn siðalögmál og beita þeim við
vissar aðstæður í þeim tilgangi að fella vel ígrundaða siðferðilega dóma. Þetta er
í grófum dráttum sá skilningur á siðferðilegri hugsun sem finna má í mörgum
inngangsritum um siðfræði og einkennir að verulegu leyti hefðbundnar siðfræði-
kenningar, svo sem nytjastefnu, kantíska siðfræði og siðfræðikenningar í anda
sáttmálakenninga.58 Eins og Murdoch gefur til kynna er í slíkum kenningum
einkum lögð áhersla á ratio, það er að sýna fram á með almennum, skynsamlegum
rökum að tiltekið siðalögmál sé hinn endanlegi mælikvarði á siðferðilegt gildi
og hvernig megi beita því til dæmis til að leggja mat á einstakar aðstæður eða
almennar hegðunarreglur. Eins og einnig má ráða af tilvitnuninni, fylgir þessari
hugmynd sú afstaða að „við lifum öll í sama reynslu- og röklega skiljanlega heim-
inum“, það er að þótt fólk geti eftir atvikum greint á um staðreyndir þá sé grund-
vallarskilningur þess á því í hvernig heimi það lifir í aðalatriðum hinn sami. Hins
vegar er svo sú hugmynd að siðferðilegur skilningur sé ekki eingöngu tengdur því
hvaða siðalögmál eru lögð til grundvallar dómum og breytni, heldur varði hann
ekki síður það hvernig veruleikinn í heild kemur okkur fyrir sjónir á ólíka vegu og
hvernig við skiljum sjálf okkur sem hluta af þeim veruleika. Þar með talið er hvort
manni virðist veruleikinn vera eitthvað hart sem ekki eigi samleið með skynsemi
og gildum eða maður sjái hann sem leyndardóm sem geisli allur og glói af gæðum.
Murdoch orðar þessa síðari hugmynd um eðli siðferðilegs skilnings meðal annars
með eftirfarandi hætti:
Siðferðilegt hugtak virðist með öðrum orðum síður vera eins og hreyf-
anlegur og sveigjanlegur hringur sem lagður er niður til að ná yfir visst
svæði staðreynda, en fremur vera eins og allt annað Gestalt. Okkur grein-
ir ekki aðeins á vegna þess að við veljum ólíka hluti í sama heiminum
heldur vegna þess að við sjáum ólíka heima … [Til eru þeir sem myndu]
halda því fram að siðferði sé skilningur, túlkun og íhugun, engu síður en
‚val‘.59
Þegar Murdoch talar hér um siðferðilegt hugtak á hún við siðferðilegan skilning,
skilning á góðu og illu, réttu og röngu, og svo framvegis. Hún segir að slíkur
skilningur sé eins og Gestalt, sem ef til vill mætti þýða sem heildarsýn eða heims-
57 Murdoch 1999: 88.
58 Jón Á. Kalmansson 2015.
59 Murdoch 1999: 82.
Hugur 2017-6.indd 44 8/8/2017 5:53:21 PM