Hugur - 01.01.2016, Blaðsíða 95
Rifin klæði Soffíu 95
miðalda“.8 Ólíkt Ágústínusi vílaði Bóethíus „ekki fyrir sér að yfirtaka það sem
mætti honum úr heiðni án þess að ómaka sig við að kristna það“.9 Fyrir mína
túlkun á Heimspeki er mikilvægt að sjá að hún er birtingarmynd spennu milli
heiðinna og kristinna viðhorfa.
Hin kristilega-ágústínska sýn á Heimspeki á rætur í platonskri heimspeki.
Tvískipting sálar og líkama fól í sér að konan var tengd líkamanum og karl-
inn sálinni. Óhreinleiki, hverfulleiki og skortur á vitsmunalegri stjórn voru talin
auðkenna hið líkamlega.10 Hin yfirnáttúrulega Heimspeki heldur eftir móður-
leika, en hefðbundnar túlkanir hennar undirstrika ekki að ráði þátt tilfinninga í
ástundun hennar á heimspeki og hvernig slík ástundun getur af sér víðara hugtak
um þekkingu en einungis fræðilega þekkingu. Ástundun heimspeki snýst hér
ekki um að hafa einungis stjórn á tilfinningum heldur miklu fremur að vinna úr
þeim sem hluta af viskuleitinni. Forngríska nafnorðið sophia (viska) skiptir máli
hér. Eins og Tsakiridou ræðir í rannsókn sinni á fornri merkingu orðsins sophia
þá verður breyting á merkingu þess á tíma hinnar forngrísku upplýsingar frá
kvenlegri til karllegrar áherslu.11 Nafnorðið sophia hafi áður haft með skynræna
þekkingu að gera, eins og Tsakiridou bendir á í samhengi rannsóknar sinnar á
forngrískum orðum sem snerta kvenleika. Sophia er hið fjölskynræna sem hef-
ur að geyma „snertiskyn, sjón, heyrn, hreyfingu og tilfinningalegt og líkamlegt
ástand“.12 Sifjafræðilegar rætur sophia benda til þess, samkvæmt Tsakiridou, að
það sé upphafleg merking skynræns sambands milli þekkjanda og hins þekkta.13
Í uppflettiriti Liddells og Scotts um grísk orð og hugtök merkir sophia „kunnátta
eða leikni í handverki og listum“.14 Nafnorðið sophia merkti þess vegna uppruna-
lega hagnýta þekkingu, andstætt skilningi Platons og Aristótelesar á sophia sem
fræðilegri þekkingu.
Hannah Arendt, sem ræðir Huggun heimspekinnar í bók sinni um Líf hugans,
verður tíðrætt um hve lítil vitund er um þátt líkamans í hugmyndum um hugs-
unarreynsluna í platonskri heimspeki. „Hugsun“, skrifar Arendt, „gefur í skyn vit-
undarleysi um líkamann og sjálfið og setur í þess stað reynslu af einberri athöfn
sem veitir meiri fullnægju að dómi Aristótelesar en fullnæging allra annarra lang-
ana.“15 Þessi hugmynd skýrir, að dómi Arendt, „hinar ýktu kenningar um vald
hugans yfir líkamanum – kenningar sem ganga í berhögg við venjulega reynslu“.16
Arendt vísar til Gibbons sem benti á hvernig slík hugmynd um huggandi hugsun
er „lítt til þess fallin að yfirbuga tilfinningar mannlegs eðlis“.17 Engu að síður
8 Sama rit: 232.
9 Sama rit: 232.
10 Um þetta samband kvenna og hins óhreina hefur Julia Kristeva fjallað í Powers of Horror: An
Essay on Abjection, sjá Kristeva 1982.
11 Tsakiridou 1999: 239.
12 Sama rit: 260.
13 Sama rit: 239.
14 Liddel og Scott 1996: 1621 (Σοφία).
15 Arendt 1978: 162.
16 Sama rit: 163.
17 Arendt 1978: 163.
Hugur 2017-6.indd 95 8/8/2017 5:53:36 PM