Hugur - 01.01.2016, Page 95

Hugur - 01.01.2016, Page 95
 Rifin klæði Soffíu 95 miðalda“.8 Ólíkt Ágústínusi vílaði Bóethíus „ekki fyrir sér að yfirtaka það sem mætti honum úr heiðni án þess að ómaka sig við að kristna það“.9 Fyrir mína túlkun á Heimspeki er mikilvægt að sjá að hún er birtingarmynd spennu milli heiðinna og kristinna viðhorfa. Hin kristilega-ágústínska sýn á Heimspeki á rætur í platonskri heimspeki. Tvískipting sálar og líkama fól í sér að konan var tengd líkamanum og karl- inn sálinni. Óhreinleiki, hverfulleiki og skortur á vitsmunalegri stjórn voru talin auðkenna hið líkamlega.10 Hin yfirnáttúrulega Heimspeki heldur eftir móður- leika, en hefðbundnar túlkanir hennar undirstrika ekki að ráði þátt tilfinninga í ástundun hennar á heimspeki og hvernig slík ástundun getur af sér víðara hugtak um þekkingu en einungis fræðilega þekkingu. Ástundun heimspeki snýst hér ekki um að hafa einungis stjórn á tilfinningum heldur miklu fremur að vinna úr þeim sem hluta af viskuleitinni. Forngríska nafnorðið sophia (viska) skiptir máli hér. Eins og Tsakiridou ræðir í rannsókn sinni á fornri merkingu orðsins sophia þá verður breyting á merkingu þess á tíma hinnar forngrísku upplýsingar frá kvenlegri til karllegrar áherslu.11 Nafnorðið sophia hafi áður haft með skynræna þekkingu að gera, eins og Tsakiridou bendir á í samhengi rannsóknar sinnar á forngrískum orðum sem snerta kvenleika. Sophia er hið fjölskynræna sem hef- ur að geyma „snertiskyn, sjón, heyrn, hreyfingu og tilfinningalegt og líkamlegt ástand“.12 Sifjafræðilegar rætur sophia benda til þess, samkvæmt Tsakiridou, að það sé upphafleg merking skynræns sambands milli þekkjanda og hins þekkta.13 Í uppflettiriti Liddells og Scotts um grísk orð og hugtök merkir sophia „kunnátta eða leikni í handverki og listum“.14 Nafnorðið sophia merkti þess vegna uppruna- lega hagnýta þekkingu, andstætt skilningi Platons og Aristótelesar á sophia sem fræðilegri þekkingu. Hannah Arendt, sem ræðir Huggun heimspekinnar í bók sinni um Líf hugans, verður tíðrætt um hve lítil vitund er um þátt líkamans í hugmyndum um hugs- unarreynsluna í platonskri heimspeki. „Hugsun“, skrifar Arendt, „gefur í skyn vit- undarleysi um líkamann og sjálfið og setur í þess stað reynslu af einberri athöfn sem veitir meiri fullnægju að dómi Aristótelesar en fullnæging allra annarra lang- ana.“15 Þessi hugmynd skýrir, að dómi Arendt, „hinar ýktu kenningar um vald hugans yfir líkamanum – kenningar sem ganga í berhögg við venjulega reynslu“.16 Arendt vísar til Gibbons sem benti á hvernig slík hugmynd um huggandi hugsun er „lítt til þess fallin að yfirbuga tilfinningar mannlegs eðlis“.17 Engu að síður 8 Sama rit: 232. 9 Sama rit: 232. 10 Um þetta samband kvenna og hins óhreina hefur Julia Kristeva fjallað í Powers of Horror: An Essay on Abjection, sjá Kristeva 1982. 11 Tsakiridou 1999: 239. 12 Sama rit: 260. 13 Sama rit: 239. 14 Liddel og Scott 1996: 1621 (Σοφία). 15 Arendt 1978: 162. 16 Sama rit: 163. 17 Arendt 1978: 163. Hugur 2017-6.indd 95 8/8/2017 5:53:36 PM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.