Hugur - 01.01.2016, Blaðsíða 177
Sköpun, kerfi og reynsla 177
vitneskja af þessu tagi er nauðsynleg til að rétt sé að tala um skapandi hugsun. Í
dæminu af sumarstarfsmanninum sem skrúfar sams konar skrúfu aftur og aftur er
hann vissulega meðvitaður um umhverfi sitt og breytir því í einhverjum skilningi,
en það er engin skapandi aðgerð framkvæmd þar sem reglurnar, eða meðvitundin
um núverandi ástand, eru nóg til að útskýra fullkomlega hugsunina eða aðgerðina
sem fer fram. Í dæminu af því að detta og skapa þannig óvart fallegt listaverk er
vandséð hvernig við gætum talað um skapandi aðgerð, vegna þess að meðvitund
um það samhengi sem athöfnin fer fram í vantar.
Eins og ég rakti hér að ofan er oft vandasamt að gera greinarmun á gildisdómi
um skapandi hugsun eða aðgerð, og dómi um tilvist skapandi hugsunar eða að-
gerðar. Ástæðan fyrir því er tengd því að skapandi hugsun eða aðgerð er tvíátta
hugsun eða aðgerð. Gildisdómurinn felst í því hversu gagnleg, eða mikilvæg við-
komandi hugsun eða aðgerð er, innan ákveðins samhengis, við ákveðnar aðstæður.
Það er að segja; skapandi hugsun eða aðgerð miðast alltaf við einhvers konar
upplifun eða mat á því samhengi sem hugsunin eða aðgerðin er framkvæmd í og
á að hafa áhrif á. Það er jafn mikilvægt því að hún sé ný, í þeim skilningi að vera
ekki framkvæmd eingöngu af vana, eða eingöngu í krafti reglna, eða kerfis sem
við þekkjum, og jafnvel erum. Þessi tvöfalda upplifun okkar af því að vera skap-
andi fellur því vel að þeirri hugmynd að skapandi hugsun eða aðgerð sé tvíátta.
Það að nota tvíátta upplifun til aðgreiningar skapandi hugsunar frá öðrum
tegundum hugsunar er það sem verður vandasamast við það að útfæra þessa til-
gátu mína. Það er auðvitað ekki alveg nauðsynlegt að það sé hægt til þess að
tilgátan nái fram að ganga. Ég gæti fallist á veikari útgáfu af hugmyndinni, þar
sem það er einfaldlega skilið eftir opið hvort við getum greint skapandi hugsun
frá öðrum tvíátta hugsunum. Ég tel þó að rök séu fyrir því að aðgreiningin sé
möguleg. Ég mun ekki setja fram verjanlega útgáfu af þessum greinarmun hér,
heldur aðeins reifa í hverju hann gæti verið falinn og hvar væri helst að leita að
kennimarki hans.
Það að vera gerandi kallar á ákveðna tegund af upplifun, upplifun af því að vera
áorkandi á heiminn í kringum sig. Oft á tíðum er þeirri upplifun best lýst sem
tvíátta upplifun. Þetta á þó ekki alltaf við. Í mörgum tilfellum er upplifun gerand-
ans af því að vera að gera eitthvað eða hugsa eitthvað fullkomlega útskýrð með til-
vísun til aðstæðna eða (í mjög óformlegum skilningi) með tilvísun í það kerfi sem
hugsunin eða athöfnin er hluti af. Ég teygi mig í kaffibollann til að ná mér í kaffi,
og upplifi það sem gerandi, (að ná í kaffibollann með ákveðinni handarhreyfingu)
en ég upplifi það jafnframt sem eitthvað sem er fyllilega útskýranlegt með tilvísun
til þeirra aðstæðna eða þess kerfis sem ég er hluti af. Það sama á ekki við þegar
ég þarf eða ákveð að beita nýrri nálgun við að ná mér í kaffi, t.d. með því að beita
hugarorkunni einvörðungu. Það sem skilur þar á milli er upplifun af því að vera
að gera eitthvað í fyrsta skipti, að vera að gera eitthvað á þann hátt að það er ekki
fyllilega útskýranlegt með því að vísa í aðstæður eða kerfi. Þessi munur á upp-
lifunum er ágætt kennimark þess hvenær er um skapandi hugsun eða aðgerð að
ræða og hvenær ekki. Í nánari greiningu væri hægt að setja upp strangari skilyrði
fyrir því hvað felist í aðstæðum eða kerfi, svo sem þekkingarfræðileg skilyrði,
Hugur 2017-6.indd 177 8/8/2017 5:54:01 PM