Hugur - 01.01.2016, Blaðsíða 90

Hugur - 01.01.2016, Blaðsíða 90
90 Luce Irigaray mörg rými sameiginleg. Fyrir okkur, alltaf opnar, mun sjónbaugurinn ætíð halda áfram að víkka út. Þar sem við teygjum úr okkur og breiðum sífellt meira úr okk- ur, liggur fyrir okkur að finna upp þvílíkan fjölda af röddum til að segja okkur alls staðar, þar með talda bresti okkar, að tíminn mun aldrei nægja. Leiðangri okkar, hringferð okkar munum við aldrei ljúka: svo margar víddir höfum við. Viljir þú tala „rétt“ þá herðir þú að þér, verður þrengri þegar þú ríst upp. Er þú teygir úr þér, seilist hærra, skilur þú takmarkaleysi líkama þíns eftir. Ekki reisa þig upp, þá hverfur þú frá okkur. Himinninn er ekki þarna uppi: hann er okkar á milli. Og ekki ergja þig á rétta orðinu. Það er ekki til. Enginn sannleikur á milli vara okkar. Allt á rétt á sér. Öllu má skipta út, án forgangs eða höfnunar. Skipta út? Öllu má skipta, en án kaupa. Okkar á milli engir eigendur eða kaupendur, engir skýrt afmarkaðir hlutir, ekkert verð. Líkamar okkar auðgast af sameiginlegum unaði okkar. Gnægð okkar er óþrjótandi: þekkir hvorki skort né ríkidæmi. Gef- um okkur „all(ar)“ og höldum ekki aftur af okkur eða söfnum upp, kaup okkar eru án skilmála. Hvernig á að segja þetta? Tungumálið sem við kunnum er svo takmarkað ... Tala til hvers? munt þú segja við mig. Við finnum sömu hlutina samtímis. Hendur mínar, augu mín, munnur minn, varir mínar, líkami minn nægja þér ekki? Er það ekki nóg sem þau segja við þig? Ég gæti svarað þér: jú. En það væri of ein- falt. Of mikið sagt til að róa þig/okkur. Ef við finnum ekki upp tungumál, ef við finnum ekki tungumál hans, mun líkami okkar búa yfir of fábreyttu látbragði til að fylgja sögu okkar. Við munum þreytast á þeim hinum sömu og halda þrá okkar leyndri, í bið. Sofnaðar aftur, ófullnægðar. Og horfnar að nýju til orða karlanna. Sem hafa, að sögn, lengi vitað. En ekki okkar líkama. Tældar, lokkaðar, heillaðar, himinlifandi yfir því sem við verðum, erum við sem lamaðar. Sviptar hreyfingum okkar. Frystar, en erum gerðar fyrir linnulausa breytingu. Án þess að stökk eða fall þurfi að koma til. Eða endurtekningar. Haltu áfram, án þess að missa andann. Líkami þinn er ekki sá sami í dag og í gær. Líkami þinn man. Engin þörf á að þú munir. Að varðveita, gera upp gærdaginn líkt og fjármuni í höfði þínu. Minni þitt? Líkami þinn segir gærdaginn í því sem hann vill í dag. Ef þú hugsar: í gær var ég, þá hugsar þú: ég er pínu dáin. Vertu það sem þú verður án þess að hengja þig í það sem þú hefðir getað orðið, það sem þú gætir verið. Án þess að vera nokkurn tímann negld niður. Látum þeim óráðnu hið afdráttarlausa eftir. Við þurfum ekki á hinu eindregna að halda. Líkami okkar, þarna hér og nú, lætur okkur allt aðra vissu í té. Sannleikurinn er nauðsynlegur þeim sem eru svo fjarri líkama sínum að þeir hafa gleymt honum. En „sannleikur“ þeirra sviptir okkur hreyfingunni, steinrunnar, ef við losum okkur ekki við hann. Ef við rekjum ekki upp vald hans með því að reyna að segja, þarna hérna undireins, hvernig við hrífumst. Þú hreyfir þig. Þú ert aldrei róleg. Þú heldur aldrei kyrru fyrir. Þú ert aldrei. Hvernig á að segja þig? Alltaf hin. Hvernig á að tala (við) þig? Heldur þig í flaumi og lætur hann aldrei storkna. Frjósa. Hvernig á að færa þennan flaum í orð? Margfaldur. Án orsaka skyns, einfaldra eiginleika. Og samt ódeilanlegur. Þessar Hugur 2017-6.indd 90 8/8/2017 5:53:34 PM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.