Hugur - 01.01.2016, Blaðsíða 56
56 Vilhjálmur Árnason
siðferðilegur, þótt Páll segi þetta verkefni tilheyra sviði stjórnmálanna. Sem fyrr
er það meginatriði í kenningu Páls að stjórnmálin þurfi að lúta siðferðilegum
mælikvörðum, „kröfunni um réttlæti, heiðarleika og þar fram eftir götunum“.22
Hann setur þetta upp í andstöðu við „hið tæknilega viðhorf til ríkisins […] þar
sem lögin eru hugsuð sem tæki sem stjórnvöld nýta sér í þessu skyni eða hinu
eftir því sem hugur þeirra stendur til og þau telja að geti best komið í veg fyrir
ofbeldi og skapað skilyrði velferðar“.23 Habermas lýsir tilefni sjálfsstjórnarkröf-
unnar sumpart líka út frá átökum og ágreiningi sem koma þarf í friðsamlegan
farveg og hann sér verkefnið öðru fremur sem siðferðilegt (og það varðar bæði
réttlæti og lýðræði).
Hér stingur í augu tvenns konar munur á útfærslum þeirra Páls. Fyrra atriðið er
að í anda Hegels sækir Páll siðferðilega mælikvarða einkum til þeirrar siðmenn-
ingar sem þróast hefur í sögunnar rás og staðist hefur dóm kynslóðanna, ef svo
má segja. Páll endurómar hér viðhorf í anda ný-aristótelisma og túlkunarfræði
Gadamers sem er tortryggin á algildar skynsemiskröfur.24 Þetta er líka inntakið
í hugmynd Páls um skynsemisviðhorfið til ríkisins og hann orðar svo: „Stefnuna
ber að móta í anda þess réttar sem orðinn er að veruleika í ríkinu. [… Ríkið] sem
slíkt stendur ekki undir neinum hugsjónum öðrum en þeim sem orðnar eru að
veruleika í ríkinu sjálfu, stjórnskipun þess eða réttarkerfi.“25 Eins og ég hef rætt
á öðrum stað,26 þá gengur þessi hugmynd þvert gegn frelsunarhugsjónum gagn-
rýninna lýðræðiskenninga á borð við þá sem Habermas hefur mótað. Hér hef ég
í huga kenningar sem tengja má sögulega við Kant vegna áherslunnar á frjálsa
notkun skynseminnar og upplýsta mótun almannavilja. Slík skynsemi tekur ekki
gildar þær hugsjónir „sem orðnar eru að veruleika í ríkinu“ nema þær standist próf
gagnrýninnar rökræðu.
Síðara atriðið er þýðingarmeira í þessu samhengi og kallar á ítarlegri umfjöllun.
Frá sjónarhóli Habermas er það meginatriði hvernig menn takast á við ágreining
og hvort þeir leiða hann til lykta með friðsamlegum hætti eða ekki. Í samræðu-
siðfræðinni greinir hann einkum meginskilyrði þess að ágreiningur um réttmæti
viðtekinna siðaboða sé útkljáður með leiðum skynseminnar fremur en ofbeldi eða
óréttmætri valdbeitingu af einhverju tagi. Í raun má lýsa höfuðverkefni Habermas
með orðum Páls í kafla sem ber einmitt heitið „Skynsemi og ofbeldi“: „Heim-
spekin ætti að gera kleift að móta þann umræðugrundvöll sem menn skortir til
þess að takast skynsamlega á við ágreiningsmál sín.“27 Þetta virðist við fyrstu
22 „Til hvers höfum við ríki?“, Páll Skúlason 2013: 16.
23 Sama rit: 17.
24 Sbr. grein mína „Er heimska í siðvitinu? Um eþos, logos og frónesis í nútímasiðfræði“. Vilhjálmur
Árnason 2014: 19‒35.
25 „Hvað eru stjórnmál?“, Páll Skúlason 1987: 357.
26 „Ríkið og lýðræðið. Páll um stjórnmál“, Vilhjálmur Árnason 2014: 107‒116. Páll fjallar um og fellst
að mestu á þessa gagnrýni í „Vandi stjórnmála“ í Ríkið og rökvísi stjórnmála. Þar ítrekar hann þó
sýn á skynsemina sem ögrar frelsunarhugmyndum gagnrýninnar kenningar um samfélagið: „Mér
virðist að heimspekihugsun í anda Hegels, sem einbeitir sér að því að skilja þá skynsemi sem er
að verki í reynslu okkar, sögu og samfélagi, sé nauðsynleg til að móta þann skilning á samfélagi
okkar sem lagt getur grunn að lýðræðislegri þróun þess.“. Páll Skúlason 2013: 166.
27 Páll Skúlason 1993: 90.
Hugur 2017-6.indd 56 8/8/2017 5:53:24 PM