Hugur - 01.01.2016, Side 91

Hugur - 01.01.2016, Side 91
 Þegar varir okkar tala saman 91 hreyfingar sem verður ekki lýst sem leið frá upphafi til enda. Þessi fljót, án hafs. Þessar ár, án bakka. Þessi líkami án fastbundinna útmarka. Þessi hreyfanleiki, án afláts. Þetta líf. Það sem menn munu ef til vill kalla ókyrrð okkar, brjálsemi okkar, uppgerð okkar eða lygar okkar. Hversu framandi virðist allt þetta ekki hverjum þeim sem þykist hvíla á traustum grunni. Talaðu samt. Okkar á milli kemst hið harða ekki að. Við þekkjum útlínur lík- ama okkar nógu vel til að kunna að meta flæðið. Þéttleiki okkar kemst af án hins skarpa, án stífninnar. Þrá okkar lýtur ekki að því sem er dauðum líkömum líkast. En hvernig á að forðast dauðann þegar við erum langt hvor frá annarri? Þar er háskinn sem við búum við. Hvernig get ég vænst þess að þú komir aftur ef þú get- ur ekki líka verið nærri þegar þú ert fjarri? Ef eitthvað sem ennþá er áþreifanlegt kallar ekki fram, hér og nú, snertingu líkama okkar? Hvernig getum við haldið áfram að lifa sem við sjálfar, opnar fyrir óendanleika aðskilnaðar okkar, lokaðar um óáþreifanlegt ekkert fjarvistarinnar? Látum ekki, aftur, taka okkur inn(i) í tungumál(i) þeirra. Bældar inni í sorg. Það þarf vissulega að kenna (okkur) að tala (hvor) við aðra svo við getum líka faðmast úr fjarlægð. Þegar ég snerti sjálfa mig minnist ég þín, án efa. En öll þessi orð eru sögð, öll þessi orð segja okkur, og skilja okkur að. Finnum í snatri upp setningar okkar. Svo ekkert lát verði á faðmlögum okkar, hvarvetna og alla tíð. Við erum svo næmar að ekkert fær staðið í vegi fyrir okkur, ekkert getur staðið á móti því að við náum saman, jafnvel bara örskotsstund, ef við finnum miðlunarleiðir sem búa yfir þéttleika okkar. Við mun- um komast í gegnum allt, óskynjanlegar, án þess að brjóta nokkuð og bramla, og finna hvor aðra. Enginn mun taka eftir neinu. Styrkur okkar er veik andspyrna okkar. Þeir hafa lengi vitað hversu mikilvæg mýkt okkar er fyrir faðmlög þeirra og ummerki. Hví ekki að njóta hennar okkar á milli? Í stað þess að láta beygja okkur undir merki þeirra. Festar, stöðugar, óhagganlegar. Aðskildar. Ekki gráta. Dag einn mun okkur takast að segja okkur sjálfar. Og það sem við segjum verður enn fallegra en tár okkar. Allar flæðandi. Nú þegar ber ég þig með mér hvert sem er. Ekki sem barn, byrði, þunga. Sama hversu elskuð eða kær. Þú ert ekki í mér. Ég inniheld þig ekki eða held aftur af þér: í kviði mínum, örmum mínum, höfði mér. Né heldur minni mínu, huga mínum, tungumáli mínu. Þú ert þarna eins og lífið í hörundi mínu. Vissan um að vera til handan allrar sýndar, allra gerva, allra nafngifta. Fullvissan um að lifa af, því að þú tvöfaldar líf mitt. Sem þýðir ekki að þú gefir mér þitt líf eða setjir það neðar mínu. Að þú lifir verður til þess að ég finn mig lifa, svo lengi sem þú ert hvorki tilsvar mitt né eftirlíking. Hvernig á að segja þetta öðruvísi: við erum ekki nema tvær saman? Við lifum tvær saman handan hillinga, ímynda. Spegla. Okkar á milli er önnur ekki hin „sanna“ og hin eftirmynd hennar, önnur frummynd og hin spegilmynd hennar. Við sem getum verið fullkomin ólíkindatól innan hag- kerfis þeirra tengjumst hvor annarri án uppgerðar. Svipurinn sem er með okkur þarf ekki á þykjustulátum að halda: nú þegar erum við þær sömu í líkama okkar. Snertu mig, þá muntu „sjá“. Hugur 2017-6.indd 91 8/8/2017 5:53:35 PM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.