Hugur - 01.01.2016, Síða 119

Hugur - 01.01.2016, Síða 119
 Raunveruleikinn er ævintýri 119 og/eða andi efnisins laðaður fram. Í myndlistinni birtist samtal mannsins við efnið og í gegnum þetta samtal myndast tengsl og skilningur. Það liggur í hlut- arins eðli (!) að vera listaverksins liggur utan textans að meira eða minna leyti. Í gegnum tíðina virðast hræringar í myndlist hafa skipst á milli áherslunnar á andann eða efnið – konseptið og formalisminn. En þau hugtök eru að einhverju leyti hliðstæður ídealisma og realisma, hughyggju og raunhyggju heimspekinnar. Eftir að ljósmyndin var fundin upp um miðja 19. öldina, breyttist myndlistin til mikilla muna vegna þess að hlutverk hennar sem heimildar um raunveruleikann tók stakkaskiptum. Tveir helstu postular hinnar ólíku nálgunar myndlistarinnar á 20. öld eru bandaríski listgagnrýnandinn Clement Greenberg, sem er fulltrúi efnisins og formalismans og franski listamaðurinn Marcel Duchamp sem fulltrúi andans eða konseptsins. Reyndar hverfist þessi greining um sjálfa sig þegar nánar er að gáð, af því að Greenberg beitti hugmyndafræði til þess að hafa áhrif á meðferð efnis og Duchamp beitti hlutum og efni til þess að hafa áhrif á hugmyndafræði. Það má segja að þeir mætist að lokum á forskilvitlegu svæði37 og í vídd fagurfræðinnar. Myndlistin er rannsókn (útreiknandi hugsun) en hún er líka kenning (íhugandi hugsun).38 Listin er bæði ósk og meðal. Myndlistin er þannig afl í sjálfri sér, en líka tæki til þess að vinna úr upplýsingum, atburðum og reynslu. Fagurfræði yfirborðsins og djúpsins, hins sýnilega og hins hulda, er það sem myndlistin vinnur með. Með því að einbeita sér að efninu og eiginleikum þess, gerist það með dulúðlegum hætti að hin andlega hlið listarinnar kemur fram í tærari mynd. Listin er leið til þess að byggja þessa ómögulegu og óhugsandi brú. Milli okkar og milli hluta. Þetta getur verið mjög dramatískt en er oft líka kómískt og allt þar á milli og fyrir ofan og neðan. Nálgun myndlistarinnar gengur oft þvert á allar kenningar. En samt skiljum við. Táknfræðin öll og sögnin í mismunandi hlutum, efni, háttum og samsetning- um, býr til skilning, eða að minnsta kosti hugrenningatengsl. En það er ekki hægt að skýra myndlist með aðferðum vísinda. Hlutir eða efni geta orkað á andann með hætti sem talsmönnum þekkingarfræði eða vísinda þætti í stórum dráttum órökrétt. Hlutmiðaðir verufræðingar hafa bent á að það að leggja stund á eða skoða myndlist er í raun rannsókn á orsakasamhengi. Efni og andi Listaverk bræða saman efni og anda. Með öðrum orðum, listaverk birta okkur andann í efninu. Það sem efnið tjáir kemur sjálfsverum í uppnám, vekur með þeim þrá, örvar þær og æsir. Það er grundvallarregla að listaverk þarfnast alltaf 37 Þetta forskilvitlega svæði er handan þekkingar mannsins, en er þó engu að síður með einhverjum hætti til. Þetta er svæði, eða mengi sem maðurinn viðurkennir að sé til, jafnvel þótt skilningur nái ekki yfir það. 38 Martin Heidegger greindi á milli útreiknandi og íhugandi hugsunar. Útreiknandi hugsun er viljahugsun sem stefnir að niðurstöðu eða ákveðinni lausn, en íhugandi hugsun er eins konar meðvitund um það sem koma skal, opin fyrir þeim möguleikum sem leynast í verunni. Hugur 2017-6.indd 119 8/8/2017 5:53:44 PM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.