Hugur - 01.01.2016, Page 46

Hugur - 01.01.2016, Page 46
46 Jón Ásgeir Kalmansson vægi fjölmargs annars sem kynni þó við nánari athugun að vega þungt í siðferði- legri yfirvegun okkar. Bandaríski heimspekingurinn Cora Diamond bendir á að siðfræði „spretti af hugsun okkar um allt það sem getur orkað á okkur með þeim hætti að það opinberi eitthvað þýðingarmikið um hvers konar verur við erum“.60 Innsæi Kants í þá siðferðilegu þýðingu sem skynsemiseðli okkar hefur sé eitt þessara atriða en hið sama eigi við um hugsun okkar um líf okkar og dauða, tímanleika okkar og þá staðreynd hve líf okkar er háð hendingum, þörf okkar fyrir ást og umhyggju, og svo framvegis. Ágætt dæmi um hvað Diamond á við hér eru hugmyndir manna á borð við Ludwig Wittgenstein sem fjallað er um hér að framan. Slíkir hugsuðir gera undrunina andspænis sjálfri tilvistinni að grundvelli siðfræði sinnar. Þeir eru óendanlega snortnir af þessum almennasta „eiginleika“ allra eiginleika – því að eitthvað er til yfirhöfuð – og siðfræðileg hugsun þeirra er innblásin af vitundinni um þá djúpu þýðingu sem sjálf tilvistin ljær lífi okkar. Það að líf okkar allra er á hverju andartaki eins og skipsgóss, sem naumlega hefur verið bjargað frá tortímingu og tilvistarleysi, vekur og gegnsýrir hugsun þeirra um alla skapaða hluti. Hugsun þeirra sem eru á annað borð snortnir af leyndardómi til- vistarinnar með þessum hætti glaðvaknar um leið andspænis ýmsu öðru, til dæmis gagnvart eigin dauðleika, eins og Diamond bendir á í umfjöllun sinni um skáld- sögur Charles Dickens.61 Samúð með öðru fólki er, samkvæmt lestri Diamond á Dickens, háð því að maður hafi lifandi skilning á eigin dauðleika – að maður hafi gert sér endanleika sinn raunverulega í hugarlund, hafi gert sér ljóst að maður er förunautur annarra manna á leið til grafarinnar. Það er skilningur af þessu tagi, sem mótaður er af mætti ímyndunarafls okkar og athygli til að nema og draga fram leyndardóm mannlegs hlutskiptis, sem höfundar á borð við Dickens reyna að dómi Diamond að kveikja með lesendum sínum: Höfundur kann að lýsa því hvernig mannlegt líf er, kann að lýsa því með ríkri athygli á smáatriðum raunheimsins, en með það að markmiði að leyndardómur tilvistarinnar ‚[sjáist] gegnum vefnað … hversdagslífsins‘; og ennfremur með það að leiðarljósi að skilningur á þessum leyndar- dómi, sem er með þessum hætti vakinn eða þroskaður í lesandanum, muni taka sér bólfestu í lífi hans eða hennar, verði nálægur í því sem hann eða hún gerir og hugsar og segir.62 Að forðast að takmarka uppsprettur siðferðilegrar hugsunar og lífs þýðir að binda sig ekki við einhvern einn eiginleika manneskjunnar og eitthvert eitt siðalögmál, heldur vera reiðubúinn til þess að hugleiða hina ýmsu leyndardóma tilvistarinnar með það fyrir augum að skilningurinn sem slík íhugun skapar geti mótað hugs- anir manns, orð og athafnir. Þriðja atriðið sem vert er að nefna hefur að gera með þá hugmynd að afstaða á borð við undrun afhjúpi sannleika um heiminn sem við hefðum ella engan aðgang 60 Diamond 2013: 175, leturbreyting mín. 61 Sjá Diamond 2013 og Diamond 1991. 62 Diamond 1991: 47. Hugur 2017-6.indd 46 8/8/2017 5:53:21 PM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.