Hugur - 01.01.2016, Page 138

Hugur - 01.01.2016, Page 138
138 Eyja M. Brynjarsdóttir Ég tel að einlægni fröken Stebbing gangi stundum gegn hlutleysi henn- ar. Til dæmis sýnast mér myndirnar sem hún dregur upp af nasistun- um og andstæðingum þeirra dálítið ýktar. Hinar illu hugsjónir eru svo ógurlega vondar og hinar góðu, þrátt fyrir að vera oft veiklulegar, eru svo óumdeilanlega frábærar. (Ég er ekki að tala um verk nasistanna, en fröken Stebbing, vegna misskilnings að ég held, þótt hið gagnstæða bjóði upp á vandræði, setur hugsjónir og hugmyndir ofar framkvæmdinni.)45 Þegar bók Stebbing er lesin má hins vegar glöggt sjá að gagnrýni hennar á fas- ismann er fyrst og fremst hugmyndafræðileg og að hún leggur mikið upp úr rökstuðningi sínum fyrir henni, eins og við er að búast. Þannig stillir hún fasisma og lýðræði upp sem hugmyndafræðilegu andstæðupari.46 Á hinn bóginn koma víða í bókinni fram efasemdir um þau voðaverk sem framin eru í nafni fallegra hugsjóna, eins og stríð í nafni lýðræðis. Þannig má segja að Laird skilji hlutina þveröfugt við það sem Stebbing er að fara. Laird virðist þó fljótlega hafa séð eftir dómi sínum, því í greinasafni sem gefið var út til minningar um Stebbing fáeinum árum síðar, skrifar hann aðra grein um Ideals and Illusions þar sem hann viðurkennir að hafa verið heldur fljótfær í fyrri dómi sínum um bókina.47 Fasismi, þjóðerni og nýir tímar Þegar tilvikin þrjú sem ég hef fjallað um eru skoðuð, má greina ýmsa sameig- inlega þræði. Hjá öllum er áberandi andstaða við fasisma og þjóðernishyggju. Einnig er að finna brennandi áhuga á samfélagsmálum sem og tilraunir til að nota heimspekina til að bæta samfélagið. Hið síðastnefnda er nokkuð sem varð síðar mun minna áberandi í rökgreiningarheimspeki og verður ekki reynt að greina ástæður þess hér, enda væri það stærra verkefni og þær ástæður bæði margvís- legar og umdeilanlegar. Meðal þess sem hefur verið nefnt eru herferðir banda- ríska stjórnmálamannsins Josephs McCarthy gegn vinstrisinnuðum mennta- og listamönnum, sem gætu hafa haft þau áhrif að kveða niður pólitíska róttækni í heimspeki þar í landi á ákveðnu tímabili. Það skýrir vitaskuld ekki þróunina í öðrum löndum. En það sem má teljast óumdeilt er að samfélagsgagnrýni hefur verið lítið áberandi í flestum helstu undirgreinum rökgreiningarheimspekinnar frá því um miðja tuttugustu öld. Greina má merki um að rökgreiningarheimspekin sé að breytast hvað þetta varðar. Vissulega eru enn fjölmargir heimspekingar sem lítið skeyta um samfé- lagsgagnrýni í verkum sínum en áhugi á að nota heimspeki til að hafa áhrif á samfélagið virðist fara vaxandi. Í samhengi við notkun rökgreiningarheimspeki í þessum tilgangi er áhugaverðast að skoða þróunina í þeim undirgreinum sem hafa verið álitnar „fjarlægastar“ samfélagsmálunum. 45 Laird 1942: 195. 46 Stebbing 1941: 126. 47 Laird 1948. Hugur 2017-6.indd 138 8/8/2017 5:53:50 PM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.