Hugur - 01.01.2016, Page 85

Hugur - 01.01.2016, Page 85
 Þegar varir okkar tala saman 85 það er ekki okkar eigið. Við höfum flúið inn í eiginnöfn, sætt ofbeldi þeirra. Ekki þitt, ekki mitt. Við eigum ekkert slíkt. Við skiptum þeim út eins og þeir skipta okkur út, eins og þeir nota okkur. Það væri til merkis um mikla léttúð af okkar hálfu að vera svona breytilegar, láta þá skipta okkur svona út. Hvernig á ég að snerta þig ef þú ert ekki þarna? Blóð þitt orðið að skyni þeirra.4 Þeir geta talað hver við annan, og um okkur. En – við? Komdu þér út úr tungumáli þeirra. Reyndu að fara aftur í gegnum nöfnin sem þeir gáfu þér. Ég bíð eftir þér, ég bíð eftir sjálfri mér. Komdu til baka. Það er ekki svo erfitt. Vertu bara hér og þá einangrar þú þig ekki í leikþáttum sem búið er að leika, setningum sem búið er að skilja og segja aftur og aftur, látbragði sem er alþekkt. Líkömum sem búið er að kóða. Reyndu að huga að sjálfri þér. Mér. Án þess að láta viðteknar venjur trufla þig. Svona: ég elska þig beinist venjulega eða vanalega að leyndardómi: öðrum. Öðrum líkama, öðru kyni. Ég elska þig: ég veit ekki alveg hvað. Ég elska streymir, svelgist, drukknar, brennur, týnist, inn í ómælisdjúpið. Það verður að bíða þess að „ég elska“ snúi aftur. Kannski lengi, kannski að eilífu. Hvað varð um „ég elska“? Hvað varð um mig? Ég elska situr um hinn. Hefur hann gleypt mig? Skyrpt mér út? Hertekið mig eða yfirgefið? Lokað mig inni eða kastað mér út? Hvernig er hann núna? Ekki lengur ég? Þegar hann segir við mig: ég elska þig, gefur hann mér þá sjálfa mig til baka? Eða er það hann sem gefur sig á þennan hátt? Hans hátt? Minn? Sama? Annan? En hvað varð þá um mig? Þegar þú segir ég elska þig – og ert hér um kyrrt, nálægt þér, nálægt mér – þá segir þú ég elska sjálfa mig. Þú þarft ekki að búast við því að þetta skili sér til þín aftur, ekki ég heldur. Ég skulda þér ekkert, þú skuldar mér ekkert. Þetta ég elska þig er hvorki gjöf né skuld. Þú „gefur“ mér ekkert er þú snertir sjálfa þig, er þú snertir mig: er þú lagar sjálfa þig til í gegnum mig. Þú gefur ekki sjálfa þig. Hvað hefði ég við þessi sjálf að gera, þitt og mitt, vafin utan um gjöf? Þú gætir þín/mín í sama mæli og þú breiðir þig/mig út. Þú finnur þig/mig í sama mæli og þú sýnir þér/mér trúnað. Þessir valkostir, þessar andstæður, þessar ákvarðanir, þessir mark- aðir eru ekki gjaldgengir. Okkar á milli. Nema með því að apa viðskipti þeirra eftir, halda í hagkerfi þeirra, þar sem við á sér ekki stað. Ég elska þig: deilum líkama. Óskipt. Hvorki þú né ég rofin. Ekkert blóð sem þarf að úthella, okkar á milli. Engin þörf á sári til að minna okkur á að blóð sé til. Það streymir um okkur, frá okkur. Blóðið er okkur kunnuglegt. Blóðið: nálægt. Þú ert alveg rauð. Og samt svo hvít. Hvort tveggja í senn. Þú verður ekki rauð þegar þú glatar einlægni þinni. Þú ert hvít af því að þú hefur ekki hörfað undan blóðinu. Af okkur, hvítum og rauðum í senn, fæðast allir litir: bleikir, brúnir, ljósir, grænir, bláir … Því þessi hvíta er engin uppgerð. Dautt blóð. Svart blóð. Upp- gerðin er svört. Hún gleypir allt, lokuð, og reynir að lifna við. Árangurslaust … 4 Orðaleikur Irigaray með „blóð“ og „skyn“ felst í því að franska orðið sang („blóð“) er borið fram eins og orðið sens („skyn, merking“). – Þýð. Hugur 2017-6.indd 85 8/8/2017 5:53:33 PM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.