Hugur - 01.01.2016, Side 18

Hugur - 01.01.2016, Side 18
18 Christopher Mole er. Sókrates gerir ósennileika strokustyttna bersýnilegan og stríðir Menóni með honum og spyr: Sókrates: Veiztu þá af hverju þú undrar þig yfir því [yfirburðum þekkingar gagnvart ‘réttri meiningu’], eða á ég að segja þér það? Menón: Blessaður segðu mér það. Sókrates: Það er af því þú hefur ekki tekið rétt eftir myndastyttunum hans Daídalosar. En kannski hafið þið engar myndastyttur. Menón: Hvað ertu nú að fara? Sókrates: Að þessar myndastyttur hlaupa líka burtu og strjúka ef þær eru ekki bundnar, en eru kyrrar ef þær eru bundnar. Menón: Og? Sókrates: Það er ekki mikið í það varið að útvega sér þá af smíðisgripum Daídalosar sem lausir eru eins og strokumenn … (97 d, e).2 Eins og gjarnan er raunin þegar sér fyrir endann á sókratískri samræðu, fær les- andinn það á tilfinninguna að einhver sérstök írónía sé að verki og að Platon geti í raun og veru ekki ætlast til þess að okkur finnist þessi undarlega samlíking segja alla söguna á fullnægjandi hátt. Ein ástæða til þess að vera ósáttur við skýringuna sem samlíking Sókratesar gefur til kynna er sú að þegar einhver öðlast það sem er aðeins meining – jafn- vel þótt sú meining sé sönn – getur verið að manneskjan hafi einfaldlega dottið niður á það sem reyndist vera rétt skoðun. Kröfurnar á handhafa þekkingar eru meiri. Við það að öðlast þekkingu, þurfa þeir yfirleitt að hafa tekið þátt í einhvers konar athöfn þar sem þeir verða áskynja hverra þeirra staðreynda sem skipta máli. Athöfnin gæti hafa falist í samræðu, skynjun eða rökhugsun. Hvort heldur sem er, gæti það krafist færni. Þegar Sókrates staðhæfir stöðugleika þekkingar og hverful- leika órökstuddrar skoðunar, vísar hann okkur á þær breytingar sem verða líklegar eftir að ástandi þekkingar eða skoðunar hefur verið náð, og eftir að sú vinna sem krefst færni við að komast í slíkt ástand hefur átt sér stað. En með því að útskýra yfirburði þekkingar einungis með tilvísun í stöðugleika hennar, er litið fram hjá þeirri staðreynd að sá sem býr yfir þekkingu hefur þegar gert tilkall til yfirburða gagnvart þeim sem hefur myndað sér skoðun í gegnum ferlið sem þekkingar hans var aflað. Þessu tilkalli til yfirburða er sleppt í tillögu Sókratesar, en þessi yfirsjón er dregin fram í dagsljósið með samlíkingu hans við styttur Daídalosar: Fram- úrskarandi ágæti Daídalosar fólst vissulega ekki í því að halda styttum sínum; það fólst í því að skapa þær. Hefði Platon aðeins viljað draga upp mynd af einhverju sem er líklegt til þess að strjúka þegar það er ekki bundið niður, hefði tilgangi hans verið þjónað á mun venjubundnari hátt (með samanburði eins og þeim sem er notaður í Þeaítetosi (197c), á þekktum staðreyndum og fuglum í búri). Sókrates 2 Í þessu samtalsbroti styðst ég við þýðingu Sveinbjarnar Egilssonar, Platón 1993. (Athugasemd þýðanda). Hugur 2017-6.indd 18 8/8/2017 5:53:14 PM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.