Hugur - 01.01.2016, Side 167

Hugur - 01.01.2016, Side 167
 Sköpun, kerfi og reynsla 167 hugann þegar við erum að fást við þessa tegund skapandi hugsunar. Þessa tegund sköpunar mætti kalla S-sköpun (söguleg sköpun). Það er þó ekki einvörðungu stigsmunur á þessum tveimur tegundum sköpunar. Eins og Boden bendir réttilega á, þá skilgreinum við S-sköpun út frá sögulegu samhengi, okkur skjátlast oft um það hvenær eitthvað er S-sköpun, og í mjög mörgum tilfellum er engin leið að komast að því. Hver veit, kannski höfðu ein- hverjir uppgötvað ljósaperuna á undan Edison, en einfaldlega ekki búið hana til? Hugmyndin um S-sköpun byggir þannig á sögulegum aðstæðum og þekking á því hvenær hún á sér stað verður aldrei fullkomin, eða samkomulag um hana. Það er því ekki líklegt til árangurs að nota hana sem grunn undir hugmyndir um sköpun almennt. Það er líklegra til árangurs að nota hugmyndina um P-sköpun í þeirri von að hún útskýri líka öll tilfelli S-sköpunar.5 Það eru tvær ástæður fyrir því að þessi greinarmunur á tegundum sköpunar er mikilvægur. Annars vegar sýnir hann að hugmyndir okkar um hvað er sköpun og hvenær skapandi hugsun eða athöfn á sér stað eru flóknar og margþættar (meira um það hér fyrir neðan) og hins vegar gerir þessi greinarmunur okkur kleift að hugsa um sköpun í ákveðnu samhengi, eða á ákveðinn hátt, sem kemur til með að koma sér vel síðar í greininni. Það eru vitanlega til aðrar aðferðir og nálganir við að útskýra eða greina sköpun og sköpunargáfu, en þennan greinarmun Boden ættu flestir að geta fallist á, og enn fremur fallist á að hann er hjálplegur þegar átt er við þetta fyrirbrigði. Hjálpin felst í því að skýra að hluta hverslags fyrirbrigði það er sem við erum að fást við og hvernig skýringu við erum að leita að. Annað einkenni á því hvernig við tölum um sköpun í daglegu máli er að oft virðist vera innifalinn gildisdómur í því að tala um ákveðinn hlut sem afurð sköp- unargáfu, eða sem ákveðna athöfn sem skapandi. Frumlegt, einstakt og nýtt eru allt umsagnir sem fela í sér ekki aðeins fullyrðingu um tilurð eða eiginleika hlutarins eða athafnarinnar, heldur ekki síður jákvæðan gildisdóm. Hér verður reynt að forðast eftir fremsta megni slíka gildisdóma. Ég hef ekki í hyggju að leggja neins konar mælikvarða á gildi þeirra skapandi athafna eða hluta sem eru til umfjöll- unar (eins og pítudæmið hér að ofan ætti að sýna), heldur aðeins að fjalla um það hvað það er, sálfræðilega eða verufræðilega, sem gerir það að verkum að við getum greint slíkar athafnir eða hluti frá öðrum athöfnum eða hlutum. Hér fylgi ég for- dæmi Boden (2005) og Brannigan (1981).6 Það er þó ekki hægt að afgreiða þátt gildisdóma í umsögnum af þessu tagi án þess að minnast á ákveðið atriði. Stund- um virðist gildisdómurinn vera algerlega samofinn því hvort við teljum hugmynd skapandi eða ekki. Þetta má orða sem svo að dómurinn um það hvort hugmynd sé athyglisverð eða eigi sér framhaldslíf, t.d. í athöfn, felst í einhvers konar mati á gildi hugmyndarinnar, en ekki í mati á því hvort hugmyndin er skapandi í þeim skilningi að vera ný eða óvænt, og ólík fyrri hugmyndum. Auðfundin dæmi um þetta eru setningar sem hægt er að setja saman nánast fyrirhafnarlaust, og eru algerlega nýjar, fara eftir málfræðilegum reglum, en þýða annaðhvort ekki neitt, eða eitthvað svo undarlegt að það er ekki einu sinni áhugavert. Annað dæmi, sem 5 Boden 2005: 244–245. 6 Boden 2005, Brannigan 1981. Hugur 2017-6.indd 167 8/8/2017 5:53:59 PM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.