Úrval - 01.05.1953, Page 64

Úrval - 01.05.1953, Page 64
62 TJRVAL uninni að námi sem er nær ein- göngu tæknileg þjálfun. Þetta er líklega að vissu marki óum- flýjanlegt, en það væri að mínu áliti hörmulegt ef af því leiddi að hitt hlutverk menntunarinn- ar gleymdist. Platón taldi að það tæki 10 ár að læra þá stærðfræði sem kunn var á hans dögum, en gáfaður skólapiltur getur nú lært það allt á hálfu ári. Það er fyrst og fremst vegna end- urbóta á kennsluaðferðum. Og það er hægt að bæta þær enn meira. Þegar ég var strákur varð ég að læra nöfnin á öll- um fjöllum meðfram ströndum Englands. Af því að ég hafði engan áhuga á þessu var ég lengi að læra nöfnin og gleymdi þeim strax og ég hafði skilað lexíunni. Þá voru ekki til kvik- myndahús, og margir kennar- ar telja enn að þau séu „sið- spillandi" skemmtistaðir. En ég er viss um að ef drengur fengi að sjá kvikmynd af skipi sem siglir í óveðri meðfram strönd Englands og ferst að lokum við Land’s End, myndi honum ekki leiðast, og jafnframt mundi hann læra meira um strönd Englands en ég lærði nokkum tíma. Eg held að ungum börnum ætti að kenna á þennan hátt. Þegar um siðmenningarþátt kennslunnar er að ræða ætti að banna öll stutt yfirlit og út- drætti. Enginn verður víðsýnni af því að læra hvenær skáld- in fæddust og dóu eða af því að læra utan að umsagnir um skáldin eftir vali kennarans. Siðmenningargildi skáldskapar getur sá einn tileinkað sér sem kynnist honum náið, og þau kynni fást aðeins með því að lesa skáldskapinn sjálfan, en ekki af því sem um hann hefur verið skrifað. Innan allra sérgreina gætir tilhneigingar til þess að auka magn á kostnað mætis: veita þeim nemenda viðurkenningu sem veit mikið um lítilsverð at- riði frekar en hinum sem veit dálítið um þau atriði sem máli skipta. Menntunin gegnir öðru hlut- verki en því einu að mennta menn í sérgreinum. Hún mótar einnig skoðanir vorar í stjórn- málum, trúmálum og sið- gæði. I nútímaþjóðfélagi eru það tveir aðilar sem stjórna skólanum: ríkið og kirkjan. Ríkið væri hættulaus aðili ef það væri alheimsríki. En með- an svo er ekki eru styrjaldir eitt af mikilvægustu hlutverk- um ríkisins og þessvegna hlýt- ur uppeldi þess að miðast við að ala upp þá eiginleika sem bezt duga í styrjöldum. Það eru því ýmsar mikilvægar dyggðir sem ríkið telur sér ekki henta að leggja rækt við. Kirkjan hefur, sem stjórn- andi kennslumálanna, ókosti sem eru í grundvallaratriðum þeir sömu og hjá ríkisvaldinu. I fyrsta lagi eru kirkjufélögin
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.