Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 1
NORÐURLJÓSIÐ
52. ár.
Janúar—Desember 1971.
1.—12. tbl.
Þakkir og ávarp
„Þakkir geri ég Guði," ritaði postulinn forðum, og
ég tek undir orð hans.
Þegar ég ritaði 1. bls. Nlj. í fyrra, gat ég þess, að
óvíst væri um óframhald útgófu þess. Sjón minni
var þó mjög að hraka, en ótti eftir að versna svo
mjög, að ég gat ekki lesið stórt letur, þótt ég hefði
gleraugu og sterkt stækkunargler. Augnlæknir taldi,
að um sjónhimnulos væri að ræða. Ég leit í bækur
mínar og tók svo það, sem talið var eiga við. Auk
þessa gerbreytti ég mataræði mínu. — Ég var líka
slappur og gat lítið unnið.
Ég bað trúað fólk, hér og syðra, um fyrirbæn, því
að ég bjóst við, að meira þyrfti til en það, sem ég
gerði. Fór þó sjón mín að koma aftur, unz hún varð
eins góð og hún var óður en veikindin komu til sög-
unnar. En við slappleikann losnaði ég ekki fyrr en
sl. haust, er beðið hafði verið fyrir mér líka utan-
lands, þótt þeir, sem bóðu, munu ó engan hótt leggja
það fyrir sig að biðja fyrir sjúkum, öðrum trúuðum
fremur.
Nú þakka ég Guði fyrir endurheimta sjón, sem
gerir mér kleift að lesa og rita. Ég þakka honum
starfskraftana og andlegar blessanir sínar. Svo
þakka ég ykkur öllum, bæði fjær og nær, sem bóðuð
fyrir mér þó eða gera það að staðaldri. Fyrirbænar
er öllum þörf ó, “■'*
ald neðst á bls. 2.