Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 111
NORÐURLJÓSIÐ
111
úr íréttablaði í Indiana eftir vísindamann, er kveðst hafa fundið
sönnun fyrir deginum langa á dögum Jósúa. Dr. Bolton David-
heisar, sem lengi hefir verið við Biola menntaskólann í La Miranda,
Kaliforníu, segir um þetta í blaði sínu:
„Nýleg saga, að tölva hefði staðfest áreiðanleik sögunnar um
daginn langa á dögum Jósúa, virtist ekki bera með sér hlæ áreiðan-
leikans .... Sagan um tölvuna hefir ekki raunveruleikann að grund-
velli að því leyti, sem oss hefir verið unnt að ganga úr skugga um.
„Vér skrifuðum Mr. Harold Hill í Baltimore, en í sögunni segir,
að hann sé ráðgefandi í geimferðaáætlunum, og hann var sá, er
sögunni kom af stað. Svar hans var alls ófullnægjandi hvað viðveik
því, er sannleiksgildi sögunnar kemur við.
„Vér skrifuðum líka til Greenbelt, Maryland, þar sem útreikningar
þeir með tölvu fóru fram, er áttu að hafa staðfest frásöguna um
langa daginn. í svarinu, sem vér tfengum frá Greenbelt, segir: ,Við
þekjum ekkert til Mr. Harolds Hill og getum á engan hátt staðfest
tilvitnunina um „týnda daginn“ í greininni! .... Þótt við reiknum
með tölvum okkar út gönguhrautir jarðstjarnanna, þegar við á-
kveðum sporbaug geimskips, þá hefi ég ekki rekið mig á nokkra
„stjarnsiglingafræðinga og geimvísindamenn í Greenbelt,“ er við-
riðnir séu „týnda dags“ söguna, sem eignuð er Mr. Hill“.“
Samkvæmt þessu kannast vísindamenn í Greenbelt ekki við, að
þetta hafi átt sér stað, sem fyrri greinin sagði frá.
Það verÖur því að líta þannig á, að einhver hafi, sjálfsagt í góð-
um tilgangi, fundið upp þessa sögu um tölvuna. En sannleikanum
verður aldrei þjónað með slíku.
Tölvan hefir þá hvorki sannaö né afsannað frásögn heilagrar ritn-
mgar. En fleira telst til vísinda en geimsiglingar. Fornminjafræðin
getur varpað ljósi á þetta mál.
I bók sinni „The Harmony of Science and Scripture“ (Samræmi
vísinda og ritningar) segir höfundurinn, dr. Harry Rimmer, frá
hvernig fornminjafræðin getur varpað ljósi á þessa frásögn.
Kaldear, sem taiaö er um í ritningunni, einkum í Daníelsbók,
stunduðu mjög stjörnufræði. Þeir skrásettu mjög nákvæmlega
niyrkva sólar og tungls. Hafa skrár þeirra fundizt. Þar sem slíkir
niyrkvar lúta föstutn lögum, sem eru ganga sólar, tungls og jarðar,
þá eru þeir fyrirfram reiknaðir út. Má sjá þeirra getið, t. d. í
hverju almanaki Þjóðvinafélagsins.