Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 89
NORÐURLJ ÓSIÐ
89
sér daglega. ÞaS haföi veriö meir venja en ílöngun. En hún var að-
eins kennslukona! í skyndi breytti hann hugsanastefnu sinni, slökkti
ljósið og skálmaði upp á loft.
6. Neitun.
Sumardagarnir tóku að gerast svalir. Nora varð aftur að hjóla til
kirkjunnar. Hún hafði tekið að sér að kenna einum flokki í sunnu-
dagaskólanum, sem var haldinn á undan morgunguðsþjónustunni.
'Valda ók þangað með bróður sínum fáum mínútum fyrir ellefu.
Síðan urðu þau samferða heim, reiðhjól Noru fest aftan á bifreið-
ina.
Sunnudagarnir voru orðnir skemmtilegir dagar í „Víösýni“. Fá-
um mánuðum áður höfðu þeir verið leiðinlegir dagar. Þá sváfu
allir langt fram á dag, því að seint var gengið til náða nóttina áður.
Ekki fann samt frú Larner, að þeir væru breyttir, því að hún hélt
enn áfram kvöldsamkvæmum og fór því auövitaö seint á fætur. En
'Valda var gerbreytt, og gleði hennar í frelsara sínum var unun að
sjá. Hún hafði byrjað að hjálpa til í kapellunni á margan smávegis
'hátt: sá um blóm, gætti barna og hjálpaöi til við hreingerningar.
Síðdegis á sunnudögum gat hún stundum ginnt James til að fara
með þær í ökuferð, sem hann samþykkti tregur og viðurkenndi ekki,
hve mjög hann naut þessara ferða. Stundum var frú Larner með
þeim.
A hverju kvöldi, áður en þær fóru í rúmið, sátu þær Valda og
’Nora saman og lásu í biblíunni. Þær hjálpuðu hvor annarri til að
þekkja sannleika Guðs. Síðan báðu þær saman, og í bænum þeirra
var mest minnzt á fólkiö í fjölskyldum þeirra.
Nora hafði ákveöiö að vera kyrr, unz fyrsta námstímabilið væri
liðið. Þá ætlaði hún að flytja til frú Cole, sem hún hafði ekki getaö
áður, því að leigjandi var hjá henni. Nú var sú hindrun úr vegi,
og Noru þótti vænt um að vera svo nálægt skólanum, því að það
var aðeins þriggja mínútna gangur.
Valda var líka að vinna. Bókasafnið naut þjónustu hennar, því
að þar voru vandræði áður. James gætti vandlega að systur sinni,
hvort hann sæi nokkur þreytumerki við þessa líkamlegu vinnu. En
hann undraðist, að hún virtist enn hamingjusamari en síðustu vik-
urnar á undan. Hann hafði gert of lítiö úr Völdu og gerði sér nú