Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 67

Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 67
NORÐURLJ ÓSIÐ 67 Valda tók nú bréfiÖ frá Noru aftur og las það. „Ég er rétt sem stendur að flýta mér, svo að ég minnist ekki á fréttir, en kem beint að efninu. „Vafalaust verður þú undrandi á því, að heyra frá mér aftur eftir svo langa þögn. Ég hrærigrautast áfram, kenni litlum óra- belgjum og læri af þeim, þótt ég láti ekki mikið yfir því. Hvort sem þú samþykkir uppástungu mína eða ekki, þá getum við senn farið að tala saman, og það er miklu léttara en að skrifa fréttirnar. Ég þarf að kenna eitt ár enn úti í sveit. Ég sótti um stöðu í bæn- um þínum og fékk hana. Næsta 3. febrúar verð ég farin að ríkja í einni skólastofu í barnaskólanum hjá ykkur. Vandræðin eru þau, að ég veit ekki, hvar ég fæ inni. Matsöluhús er ekki að nefna, nema ég fái ekkert annað. Ekki er auðvelt að fá inni í einkaheimilum. Þess vegna skrifa ég þér. Heldur þú, að ég gæti troðið mér inn á fjölskyldu þína um tíma? Mundi móður þinni vera sama? Ég mælist til mikils, og ég er ekki mjög vongóð, þar sem mig minnir, að þú hafir sagt, að þið væruð fjögur. Ef til vill gætir þú komið mér fyrir hjá einhverri fjölskyldu í bænum? Hvað segir þú um þetta?“ Valda lagði bréfið frá sér, sparn við fæti og ýtti rólusætinu af stað, svo að hún sveiflaðist hægt fram og aftur. Hún leit yfir víð- áttumikla garðalandið umhverfis. Víðátta var rétta orðið, hugsaði hún og gretti sig. Það þurfti tvo garðyrkjumenn til að halda því í lagi. Húsið var líka víðátta, en það var fallegt, gamalt og heim- kynni fjölskyldunnar, en hún fyrirleit það. Þetta var ástæðan, hvers vegna hún hafði aldrei boðið Noru heim til sín. Nora tilheyrði stórri fjölskyldu, sem átti heima í litlu húsi. Nora hjálpaði til við 'heimilisstörfin, þegar hún var heima. Nora hafði undrazt, hve lítið vinstúlka hennar vissi um heimilis- hald. Hún hafði kennt Völdu að sauma og elda mat, búa vel um rúm og taka upp lykkj uföll í sokkunum sínum. Völdu hafði liðið svo vel heima hjá Noru, að hún gat aldrei sagt henni það, að fjölskylda hennar var komin út af einni af elztu og mest virtu fjölskyldu Englands. Fyrir þremur ættliðum hafði grein af henni flutzt til Nýja Sjálands, reist þetta hús og lifað hér kónga- lífi. Hér voru enn þjónar, sem þekktist naumast annars staðar í landinu, garðyrkjumenn, gæðingar af góðhesta-kyni og hundar. Aldrei hafði Valda sópað gólf fyrr en heima hjá Noru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.