Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 141
N ORÐURLJ ÓSIÐ
141
„Hiroinsgjöfin" byrjaði þá að lesa guðspjall Jóhannesar
fyrir afa sinn. Aldraði maðurinn heyrði líka nokkuð illa.
„Getur þú heyrt þetta, afi?“ spurði drengurinn. „Ekki allt,“
var svarið. „En segðu mér, um hvað þetta allt er, og hvað
það merkir.“ „Eg skil það ekki allt,“ svaraði drengurinn,
„en bókin er um Jesúm, hann leiðir okkur til himinsins.“
„Hver hefir kennt þér að tala svo viturleg orð?“ spurði
afi undrandi. „Hafa ekki vitringar vorir í Kína kennt oss
alltaf, að himinninn væri fyrir guðina eina? Heldur þú, af
því að þú trúir á útlendan Guð, að þú getir komizt þangað?
Þessi bók er ekki rituð af neinum vitringum vorum.íi Sam-
talið hætti, því að hátt var drepið á dyr, og inn gekk föður-
bróðir nr. 7. Hann hafði verið að heiman í nærri því eitt ár
og siglt upp og niður fljótið á saltflutningabáti.
„Gott, mjög gott,“ sagði hann með stóru brosi. „Hér finn
ég afa og „Himinsgjöfina“ vera að lesa guðspjall Jóhannes-
ar. „Þekkir þú þetta nokkuð?“ spurði drengurinn ákafur,
því að hann vonaði, að hann hefði þrátt fyrir allt ekki gert
mjög slæm kaup, er hann keypti bókina. „Þekkir þú nokkuð,
frændi, til Jesú, sem leiðir okkur til himinsins?“ „Já, ég
þekki til hans, því máttu trúa,“ svaraði föðurhóðir nr. 7
glaður. „Og það er ekki nokkurt annað nafn undir himnin-
um, sem getur frelsað okkur.“
Föðurhróðir nr. 7 fletti hratt blöðunum í þessari litlu hók,
unz hann kom að 16. greininni í 3. kaflanum. Þá las hann
upphátt: „Því að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son
sinn eingetinn, til þess að hver, sem trúir á hann, glatist ekki,
heldur hafi eilíft líf.“ — Hann las líka mörg önnur orð.
Drengurinn sat og starði fast á frænda sinn, meðan hann
skýrði fyrir þeim, hvað það er að vera frelsaður. Hann sagði
þeim, að hann hefði nú trúað á Jesúm í nærri því heilt ár,
og að hann hefði heyrt um hann í stóru borginni. „Síðan ég
heyrði um hann og fór að trúa á hann, hefi ég átt frið og