Norðurljósið - 01.01.1971, Blaðsíða 73
NORÐURLJ ÓSIÐ
73
OfurlítiS glamur í bollum vakti hana, svo að hún stökk á fætur, svo
að nóturnar ískruðu.
„Ó, þetta þykir mér leitt. Ég er hrædd um, að ég gleymi mér og
muni ekki eftir öðru fólki.“
„Þetta var skemmtilegasti hálftíminn, sem við höfum átt í langan
tíma, svo að þú þarft ekki að afsaka þig. Hérna, drekktu dálítið te,“
sagði Valda og rétti henni bolla.
„Þér leikið í raun og veru mjög vel, ungfrú Raines,“ James hafði
sjáanlega komið inn, meðan hún tók ekki eftir því.
„Já, mjög vel, þótt ég verði að játa, að ég þekkti ekki mörg lög-
in,“ sagði frú Larner og saup teið um leið og hún talaði.
„Þetta voru flest sálmar.“
„Sálmar? Var það? Hvað það var gott.“ Málrómur gömlu kon-
unnar var óákveðinn. Jill virtist áhugasöm. „Var það í raun og
veru? Þeir virtust alls ekki eins leiðinlegir og þeir, sem við þurfum
að syngja í skólanum.“
„Það eru ekki allir sálmar leiðinlegir,“ sagði Nora og brosti.
Henni geðj aðist þessi unga stúlka vel.
„Ég óska, að þú værir þá kennarinn minn.“ Röddin í Jill var
þunglyndisleg.
Valda hafði hlýtt á þessi orðaskipti með aðeins öðru eyranu. Hún
var önnum kafin að reyna að skilja þessa nýju stefnu, sem atvikin
tóku. Sú Nora, sem lék sálmalög, var ekki gamli skólafélaginn henn-
ar. Eitthvað hlaut að hafa gerzt á þessum árum, sem hafði breytt
henni. En hvað var það? Hún gerði sér alls ekki ljóst, hve lausn
þess máls var nálæg.
3. Nora skýrir frá.
Er Valda vaknaði næsta morgun, fann hún, að eitthvað sérstakt
var við þennan dag. Það leið andartak áður en liún mundi, að Nora
var komin þangað.
Þetta var árla dags. Klukkan var aðeins sjö. Hún bylti sér á hlið-
ina, hreiðraði sig niður í rúmið til að sofa enn í klukkutíma.
James var líka vaknaður. En hann reis úr rekkju og ákvað að
bregða sér á hestbak. Þetta var fagur sumarmorgunn, og svo heitt
var á móti sól þá þegar, að hann vissi, að senn yrði of heitt til út-
reiða. Hann skálmaði niður og yfir grasflötina. Hugur hans var við
síðasta vandamálið í viðskiptalífi hans. Hann var nærri því kominn